Húsnæðiskreppa vegna ábyrgðarflótta stjórnmálamanna

Húsnæðismál 19. maí 2023

Stjórnvöld bera ábyrgð á því ófremdarástandi sem nú ríkir í húsnæðismálum sem fyrst og fremst má rekja til skorts á heildarsýn í málaflokknum og ábyrgðarflótta ríkis og veitarfélaga.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í  umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um frumvarp til til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

Í umsögninni segir að með frumvarpi þessu hafi orðið þau kaflaskil í íslenskri húsnæðissögu að stjórnvöld hafi játað sig sigruð þegar kemur að því grundvallarhlutverki að tryggja viðkvæmustu samfélagshópum aðgang að tilhlýðilegu húsnæði og þurfa því nú að veita undanþágur frá þeim lágmarkskröfum sem um húsnæði hafi verið settar.

Íslenskur leigumarkaður sé óskipulagður, hlutfall óhagnaðardrifins húsnæðis lítið, leigjendur njóti takmarkaðrar verndar og hafi veika samningstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum 2019 voru boðaðar umbótaaðgerðir á leigumarkaði sem ekki hafi  verið fylgt eftir.

Félags- og húsnæðismálaráðherra beri ekki aðeins skylda til að veita málaflokknum forystu og finna lausnir heldur einnig að veita nauðsynlegum fjármunum til málaflokksins. Til þess séu stjórnmálamenn kosnir.

Frétt af vef ASÍ. Umsögnina í heild má nálgast hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí