Norðmenn takmarka starfsemi starfsmannaleiga

Verkalýðsmál 9. maí 2023

Norðmenn breyttu vinnumarkaðslöggjöf sinni í desember s.l. þannig að stjórnvöldum er gert heimilt að banna eða takmarka mjög notkun á starfsmannaleigum. Í skjóli þessara breytinga hafa allar ráðningar frá starfsmannaleigum á byggingarsvæðum í Ósló, Viken og á Vestfold algjörlega verið bannaðar. Áður en lögin tóku gildi höfðu bæði eistneskt og norskt starfsmannaleigufyrirtæki kvartað vegna lagabreytingarinnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Í frumvarpi sínu rökstyður ríkisstjórn Noregs lagabreytingarnar með því að það þríhliða samband sem stofnist við leigu starfsmanna samræmist illa reglum norsks vinnuréttar þar á meðal um vinnuvernd, öryggi og aðkomu trúnaðarmanna stéttarfélaga. Notendafyrirtækið sem ráði starfsmanninn hafi mikil áhrif á stöðu hans þó formlega sé það starfsmannaleigan sem sé „atvinnurekandi/launagreiðandi“ hans. Margt af því sem hafi bein áhrif stöðu og daglegt lífi starfsmannsins sé hins vegar utan valdssviðs þessa formlega „atvinnurekanda/launagreiðanda“. Þríhliða sambandið kljúfi hina hefðbundnu atvinnurekendaábyrgð og ábyrgð stéttarfélaga eins og þeirri ábyrgð sé skipað bæði með lögum og kjarasamningum.

Í bréfi til norskra stjórnvalda dregur ESA í efa að nýju reglurnar samrýmist tilskipun um 2008/104 og reglum EES um frjálst flæði þjónustu. Margt af því sem norsk stjórnvöld, eftir samráð við verkalýðshreyfinguna, bera fyrir sig til réttlætingar á þessum takmörkunum hefur íslensk verkalýðshreyfing ítrekað haldið fram og spennandi verður að sjá hver niðurstaða ESA og eftir atvikum EFTA-dómstólsins verður.

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí