Það búa tvær þjóðir í þessu landi

Verkalýðsmál 30. maí 2023

„Já, það búa tvær þjóðir í þessu landi. Um það verður ekki deilt,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR á Facebook síðu sína í tilefni af fréttum að miklum launahækkunum ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins á sama tíma og stjórnvöld skamma almennt launafólk fyrir sínar litlu hækkanir.

„Fjármálaráðherra, sem hækkar um 141.000 kr. í launum þann 1.júlí, kallar eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar sem samdi um launahækkanir að hámarki 66.000 kr. en að meðaltali um 43.000 kr. fyrir þau lægst launuðu í síðustu kjarasamningum,“ skrifar Ragnar.

Og heldur áfram: „Seðlabankastjóri, sem hækkar í launum um ríflega þrefalt það sem hann telur of mikið fyrir þau lægst settu, spókar sig um í sólinni á erlendri grundu, eftir harða gagnrýni á pöpulinn fyrir að leyfa sér það sama. Hann kallar eftir aðhaldi á meðan hann ver milljörðum í innanhús breytingar í Seðlabankanum þar sem hvergi er sparað í lúxus.“

Ragnar situr deilua í samhengi við stöðu fyrirtækjanna. „Árið 2021 skiluðu fyrirtækin, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, sorphirðu, fjármála- og vátryggingastarfsemi, methagnaði eða um 761 milljarði fyrir skatta. Síðustu kjarasamningar á almennnum vinnumarkaði kostuðu innan við tíund af þeim hagnaði.
Bankarnir juku hreinar vaxtatekjur sínar um 27% fyrsta ársfjórðung þessa árs og Seðlabankinn bætir um betur með ríflegri stýrirvaxtahækkun til að tryggja enn frekari tilfærslu fjármagns og eigna frá skuldsettum heimilum í botnlausa hýt fjármálakerfisins.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí