Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur greint efnahagsþættina sem standa að baki aukinni verðbólgu innan evrusvæðisins. Kemst sjóðurinn að þeirri niðurstöðu að þó hækkun á aðföngum vegna stríðsins í Úkraínu hafi áhrif þá sé stóraukinn gróði fyrirtækja stærsti þátturinn í verðbólgunnar í dag.
Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi þá hefur gróði fyrirtækja (rauða súlan) vaxið stöðugt síðastliðið ár. Þó að aðföng hafi hækkað þá er gróðasækni (e. profiteering) fyrirtækja helsti þáttur hærri verðbólgu í dag:

AGS er helsta kirkja kapítalismans í heiminum og því sláandi að sjá hversu mikið fyrirtækin hafa nýtt sér stöðuna í efnahagsmálum til að stórauka gróða. Það er næsta víst að staðan á Íslandi er ekki frábrugðin meðaltalstölum evrusvæðisins. Ef eitthvað er má búast við enn skýrari gróðasækni á Íslandi. Eina vopn ríkisvaldsins til að snúa þessari þróun við er að setja á háa hvalrekaskatta á fyrirtæki sem stunda gróðasækni og hækka almennt skatta á fyrirtæki. Það dregur einnig úr þenslu í hagkerfinu. Skýrslu AGS má nálgast hér.
Myndin er af Kristalinu Georgieva forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.