Græðgi fyrirtækja hinn sanni sökudólgur verðbólgunnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur greint efnahagsþættina sem standa að baki aukinni verðbólgu innan evrusvæðisins. Kemst sjóðurinn að þeirri niðurstöðu að  þó hækkun á aðföngum vegna stríðsins í Úkraínu hafi áhrif þá sé stóraukinn gróði fyrirtækja stærsti þátturinn í verðbólgunnar í dag.

Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi þá hefur gróði fyrirtækja (rauða súlan) vaxið stöðugt síðastliðið ár. Þó að aðföng hafi hækkað þá er gróðasækni (e. profiteering) fyrirtækja helsti þáttur hærri verðbólgu í dag:

AGS er helsta kirkja kapítalismans í heiminum og því sláandi að sjá hversu mikið fyrirtækin hafa nýtt sér stöðuna í efnahagsmálum til að stórauka gróða. Það er næsta víst að staðan á Íslandi er ekki frábrugðin meðaltalstölum evrusvæðisins. Ef eitthvað er má búast við enn skýrari gróðasækni á Íslandi. Eina vopn ríkisvaldsins til að snúa þessari þróun við er að setja á háa hvalrekaskatta á fyrirtæki sem stunda gróðasækni og hækka almennt skatta á fyrirtæki. Það dregur einnig úr þenslu í hagkerfinu. Skýrslu AGS má nálgast hér.

Myndin er af Kristalinu Georgieva forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí