Bátur á leið til Kanaríeyja sökk – að minnsta kosti 35 látnir

Bátur á leið til Kanaríeyja, sem samkvæmt áætlunum alþjóðlegra hjálparstofnana var með að minnsta kosti 59 um borð, sökk um 140 kílómetrum frá strendum Gran Canaria. Einhver fjöldi barna er meðal hinna látinna, ekki er enn vitað hversu mörg.

Yfirvöld í Morokkó hafa séð um björgunaraðgerðina til þessa.

39 er enn saknað samkvæmt spænsku samtökunum Caminando Fronteras (Walking Borders). Yfirvöld í Morokkó náðu að bjarga 24 á meðan að þyrla frá spænsku landhelgisgæslunni hefur náð að veiða eitt lík úr sjónum. Var þar um barn að ræða.

Enn er ekk vitað nákvæmlega hversu margir voru um borð, en talið er að það var í kringum 60.

Var um uppblásinn bát að ræða, sem sökk með fyrrgreindum afleiðingum.

Spænsk yfirvöld upplýsa á sama tíma að þau komu 51 fólki til bjargar í dag, sem voru á samskonar báti og lentu í vandræðum um 11 kílómetrum frá austur-strönd Lazarote á Kanaríeyjum.

Hættulegt ferðalag

Samkvæmt innanríkisráðherra Spánar hafa 5.914 manns náð til stranda Spánar á þessu ári. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum lifðu 29.895 af ferðina yfir hafið til Spánar á síðasta ári.

418 dóu hinsvegar í tilrauninni.

(Myndin tengist fréttini ekki beint)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí