Flóttafjölskyldan er komin í felur

Yassa fjölskyldan frá Egyptalandi sem dvalið hefur á landinu í tíu mánuði í von um vernd og á að fá málsmeðferð sína tekna upp á laugardaginn fer nú huldu höfði þar sem þeim var tilkynnt um yfirvofandi brottflutning nokkrum dögum áður en málsmeðferð hæfist.

Blaðamaður Samstöðvarinnar fékk fregnir af því í gær að fjölskyldan væri komin í felur en svo virðist sem lögregluyfirvöld séu að safna saman fólki í álíka rassíu og gerð var gerð s.l haust þegar Hussein fjölskyldan var tekin með valdi og flutt til Grikklands þrátt fyrir málsmeðferð á næsta leiti. Íslenska ríkið þurfti raunar að sækja Hussein fjölskylduna aftur sem fékk dvalarleyfi í kjölfarið. Umboðsmaður alþingis hefur áminnt dómsmálaráðuneytið og útlendingastofnun fyrir vinnubrögðin í svona málum og ítrekað að yfirvöldum beri að fylgja lögum.

Í samhengi synjana má einnig minnast mótmælanna „Ekki í okkar nafni” sem haldin voru á Austurvelli í byjun nóvember í fyrra en þá var m.a. ritað á viðburðinn „Klappað fyrir dómsmálaráðherranum sem hunsar vilja dómara um að fólkið sem um ræðir gæti sagt sögu sína fyrir dómi við aðalmeðferð sem fer fram eftir nokkra daga! Við verðum að standa saman gegn þessari mannfjandsamlegu afstöðu stjórnvalda. Ekki fleiri ómannúðlegar brottvísanir í okkar nafni!“.

Þarna var vitnað til þess hvernig klappað var fyrir Jóni Gunnarssyni á Landsþingi Sjálfstæðisflokksins skömmu áður.

Útlendingafrumvarp Jóns hefur mætt ánægju meðal hægrisinna á Íslandi og hefur Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem tekur við af Jóni verið lagðar línurnar.

Í kjölfarið mótmælanna síðasta haust höfðu gríðarlega mörg samtök sent frá sér yfirlýsingar þar sem aðgerðir sem þessar eru frodæmdar. Þar má nefna Rauða krossinn, United woman, Solaris hjálparsamtök, UNICEF á Íslandi, ýmis kvenréttindasamtök, ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp og fleiri. Þrátt fyrir slikar yfirlýsingar heldur útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytið sínu striki.

Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum okkar á fólk sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu eða á þar á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu á rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn hér á landi en í stað þess að hafa mannúð sem slíka í huga herðir ríkisstjórnin aðeins stefnu sína í málefnum fólks á flótta og grimmdin eykst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí