Einn af hverjum sjö Bretum glímir við hungur

Samkvæmt nýjum tölum frá bresku góðgerðasamtökunum The Trussel Trust, sem sjá m.a. um að deila út mataraðstoð, þá glímdi einn af hverjum sjö bretum við hungur á síðasta ári vegna fátæktar.

Þetta samsvarar 11,3 milljónum manns – sem er meira en tvöfaldur íbúafjöldi alls Skotlands.

Tölurnar koma fram í nýrri skýrslu sem birt var í gær. Bendir hún á velferðarkerfi sem virkar ekki sem skyldi sem orsökina, ásamt því að kostnaður á nauðsynjavörum og húsnæði hefur rokið uppúr öllu valdi. Bendir hún á sama tíma á að það líti ekki út fyrir að þessi krísa sé á neinu undanhaldi.

Verðbólgan hefur leikið Bretland grátt, eins og önnur lönd. Samkvæmt tölum frá hinu opinbera er um að ræða versta fall í lifnaðarkjörum á síðustu tveimur árum síðan að byrjað var að taka saman sambærilegar tölur á 6. áratugnum.

The Trussell Trust rekur 1.300 matarbanka sem deila út mataraðstoð til þeirra sem þurfa á því að halda víðsvegar um Bretland. Á síðasta ári var met slegið þegar deilt var út 3 milljónum matarpakka. Var það 37% prósent aukning frá árinu á undan, og meira en tvöfalt meira en frá því fyrir fimm árum.

Samtökin segja að 7% íbúafjölda Bretlands reiðir sig á góðgerðasamtök til þess að eiga til hnífs og skeiðar, þar á meðal gjafir frá matarbönkum, en á sama tíma leita 71% af þeim sem glíma við hungur ekki til neinna samtaka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí