Stjórnvöldum á Íslandi er skítsama þó börn upplifi fátækt

Miðað við aðgerðaleysið sem einkennir Ísland hvað varðar fátækt barna þá er ekki hægt að draga aðra ályktun en að stjórnvöldum sé skítsama þó börn upplifi fátækt. Þrátt fyrir að við höfum sérstakan barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla þá stendur Ísland sig langverst af öllum Norðurlöndum í þessum málaflokki. Þó er tilefni ekki minna hér, enda Ísland í öðru sæti hvað varðar hlutfall barna sem upplifa fátækt.

„Ríki Norðurlandanna hafa lengi státað sig af öflugu velferðarkerfi, þar sem innviðir eru nýttir til að jafna stöðu fólks og tryggja þar með öllum jöfn tækifæri, bestu mögulegu heilsu, menntun og öryggi. Í skugga þess eru börn sem alast upp við fátækt. Um er að ræða rúmlega 11% barna í Noregi, 12% í Finnlandi, 5% barna í Danmörku, 19% í Svíþjóð og 13,1% barna á Íslandi sem eiga á hættu að alast upp við fátækt og félagslega einangrun. Á Norðurlöndum alast 719.500 börn upp á lágtekjuheimilum,“ segir á vef Barnaheilla.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, vekur athygli á þessu á Facebook en hún skrifar: „Samtökin Barnaheill – Save the Children hafa fjallað um nauðsynlegar aðgerðir til að vinna gegn barnafátækt. Hér hafa þau tekið saman stöðuna á Norðurlöndunum og eins og sjá má þá kemur Ísland verst út úr þeim þáttum sem litið er til. Þeir þættir snúa m.a. að barnabótum, hvort að þjóðin sé með stefnu og aðgerðaráætlun gegn fátækt, gjaldfrjálsa eða niðurgreidda frístund, gjaldfrjálsa menntun og barnaréttindasjónarmið í húsnæðismálum. Á Norðurlöndum alast 719.500 börn upp á lágtekjuheimilum og myndin sem fylgir hér með er tekin úr skýrslu um fátækt á meðal barna á Norðurlöndum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí