Sögðu hingað og ekki lengra þegar átti að henda þeim út í fimbulkulda í morgun

Heimilislausir karlmenn hafa lengi gagnrýnt þá stefnu að henda þeim út á guð og gaddinn á hverjum morgni. Í morgun sögðu þeir hingað og ekki lengra og neituðu að yfirgefa gistiskýlið við Grandagarð. Í morgun mældist átta stiga frost í Reykjavík.

RÚV greinir frá þessum mótmælum heimilislausra manna og ræddi við Ragnar Erling Hermannsson, talsmann hópsins. Hann segir marga mennina fárveika og að engin hentug úrræði taki á móti þeim á daginn.

 „Menn eru bara fárveikir og bara það að þurfa að fara úr rúminu, fólkið sem ég hef þurft að segja frá því að þurfi að fara út í þetta veður með flensu, það hryllir bara við að þurfa að fara út í hálfa mínútu,“ segir Ragnar en um 20 manns neita nú að yfirgefa húsið.

Ragnar segir kröfu þeirra einfalda: að hætt sé að reka fólk á dyr. Hvort sem það þýði að opið verði allan sólarhringinn í skýlum eða fólk fái einfaldlega úthlutað húsnæði. Rétt er að taka fram að síðarnefndi kosturinn hefur gefið góða lukku í Finnlandi og hjálpað mörgum þar að koma undir sig fótunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí