Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kom við í Nuuk á Grænlandi í gær eftir opinbera heimsókn sína í Hvíta húsið í Washington þar sem hún átti fund með Joe Biden. Rétt fyrir blaðamannafund, tók á móti hennar nokkur fjöldi Grænlendinga sem mótmæltu komu hennar.
Snerust mótmælin um einkum þrjá hluti. Í fyrsta lagi um stöðu sendiherra norðurslóðamála (arktisk ambassadør), en það er embætti sem var stofnað árið 2012 og hafa fimm manneskjur verið í því – allir Danir. Grænlendingar eru verulega ósáttir og vilja að Grænlendingur fái nú stöðuna. Mette Frederiksen, ásamt formanni landsstjórnar Grænlands Múte B. Egne, sagði að enn væri ekki komin lausn í þessa deilu. Á blaðamannafundinum var einnig færeyski lögfræðingurinn Aksel V. Johannesen, sem lýsti yfir að Færeyingar studdu Grænland í kröfu þeirra á að Grænlendingur verði skipaður í embættið.
Hinsvegar var þetta ekki það eina sem Grænlendingar voru að mótmæla. Má segja að deilan um skipun þessa embættis hafi einungis verið kornið sem fyllti mælinn. Á mótmælunum voru einnig grænlenskar konur sem voru að mótmæla hinum svokallaða „spiralskandal”.
Spíral skandalinn
Á 7. til 8. áratugnum komu dönsk yfirvöld fyrir lykkju eða “hormonspiral” fyrir í mörgum grænlenskum konum. Var þetta gert í litlu eða engu samráði við konurnar, sem áttuðu sig illa á hvers konar aðgerð þetta væri eða hvað hún myndi hafa í för með sér. Hafa Danir mikið verið gagnrýndir fyrir þetta, og hafa margir gagnrýnendur bent á líkindi þessara aðgerða við háttsemi hinna ýmsu Vesturlanda í fyrrum nýlendum sínum – aðgerðir sem gripið var til í þeim tilgangi að hafa betri stjórn á þeim.
Þrátt fyrir að margir danskir fræðimenn og blaðamenn hafi fjallað um þennan skandal, og gagnrýnt dönsk stjórnvöld harkalega, þá er ekki hægt að segja að þau hafi nokkurn hátt bætt þeim grænlensku konum sem urðu fyrir þessu upp.
Ein af þessum konum, Naja Lybert, var á blaðamannafundinum í gær, og hélt tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún lýsti afleiðingunum sem þessi aðgerð hafði fyrir hana.
Hin lagalega föðurlausu
Í mótmælunum tók einnig þátt fulltrúar þeirra “juridisk faderløse”. Það er sá hópur barna sem fæddist utan við hjónaband fyrir 1963 í Vestur-Grænlandi og fyrir 1974 í Norður- og Austur-Grænlandi. Það þýddi, á þeim tíma, að þeir einstaklingur væru fullkomlega án réttinda, og feður þeirra báru enga lagalega skyldu gagnvart þeim. Þau börn fengu ekki einu sinni að vita hver faðir sinn væri, og erfðu ekkert eftir hann.
Þessum lögum var ekki breytt fyrr en 2014 í Grænlandi. Samkvæmt skýrslu Barna- og félagsmálastofnunar Danmerkur frá 2017 voru 3300 íbúar Grænlands í þessari lagalegri stöðu, og 1300 Grænlendingar í þessari stöðu sem bjuggu í Danmörku.
Mótmælin fóru þó friðsamlega fram. Mette Frederiksen sagði að það væri margt dökkt í sögu samskipta þessara þjóða. Hún vildi meina að Danmörk væri að bæta fyrir það – en láðist þó að tiltaka hvernig.