Grunn- og leikskólakennarar samþykkja kjarasamninga

Verkalýðsmál 2. jún 2023

Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga. Atkvæðagreiðslu um kjarsamninga Félags grunnskólakennara (FG) og Félags leikskólakennara (FL) lauk klukkan tólf í dag

Samninganefndir FG og FL undirrituðu hvor um sig kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 26. maí síðastliðinn.

Samningarnir voru kynntir félagsmönnum beggja félaga og síðan bornir undir atkvæði. Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna beggja félaga hófst þriðjudaginn 30. maí og lauk á hádegi í dag.

Úrslit atkvæðagreiðslnanna voru svohljóðandi

Félag grunnskólakennara
  • Á kjörskrá voru 5.220
  • Atkvæði greiddu 2.996 eða 57,39%
  • Já sögðu 2.180 eða 72,76%
  • Nei sögðu 771 eða 25,74%
  • Auðir voru 45 eða 1,50%
Félag leikskólakennara
  • Á kjörskrá voru 2.094
  • Atkvæði greiddu 1.410 eða 67,34%
  • Já sögðu 1.164 eða 82,61%
  • Nei sögðu 222 eða 15,76%
  • Auðir voru 23 eða 1,63

Gildistími beggja samninga er 1. apríl 2023 til 31. maí 2024.

Frétt af vef Kennarasambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí