Mótmælendur réðust gegn bönkum í Líbanon

Mótmælendur í Líbanon unnu skemmdarverk á bönkum í Líbanon í gær. Krefjast mótmælendurnir þess að bankarnir í landinu skili þeim sparifé sínu ásamt því að ráðamenn í landinu, sem bera ábyrgð á spilltum efnahagsstefnum, verði sóttir til saka.

Mótmælendurnir brutu rúður, kveiktu í dekkjum og réðust gegn byggingum þriggja stærstu banka landsins. Er kallað eftir því að seðlabankastjóri landsins, Riad Salameh, svari fyrir stefnur sínar sem mótmælendur segja að hafi rústað lífi sínu. Þar er aðallega átt við fjármálahöft sem haft hefur veruleg neikvæð áhrif á fólkið í landinu.

Efnahagskrísa Líbanon

Líbanon hefur verið að ganga í gegnum mikla efnhagskrísu síðan 2019. Alþjóðabankinn hefur nefnt hana sem eina allra verstu krísuna sem nokkuð land í heiminum hefur gengið í gegnum á síðustu árum. Gjaldmiðill landsins hefur misst 98% af virði sínu gagnvart dollaranum síðan krísan hófst.

Sérfræðingar segja að krísan orsakast af spillingu og slæmum stefnum stjórnmálamanna. Riad Salameh er eftirlýstur af Interpol, ásamt frönskum yfirvöldum fyrir spillingu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí