Mótmælendur í Líbanon unnu skemmdarverk á bönkum í Líbanon í gær. Krefjast mótmælendurnir þess að bankarnir í landinu skili þeim sparifé sínu ásamt því að ráðamenn í landinu, sem bera ábyrgð á spilltum efnahagsstefnum, verði sóttir til saka.
Mótmælendurnir brutu rúður, kveiktu í dekkjum og réðust gegn byggingum þriggja stærstu banka landsins. Er kallað eftir því að seðlabankastjóri landsins, Riad Salameh, svari fyrir stefnur sínar sem mótmælendur segja að hafi rústað lífi sínu. Þar er aðallega átt við fjármálahöft sem haft hefur veruleg neikvæð áhrif á fólkið í landinu.
Efnahagskrísa Líbanon
Líbanon hefur verið að ganga í gegnum mikla efnhagskrísu síðan 2019. Alþjóðabankinn hefur nefnt hana sem eina allra verstu krísuna sem nokkuð land í heiminum hefur gengið í gegnum á síðustu árum. Gjaldmiðill landsins hefur misst 98% af virði sínu gagnvart dollaranum síðan krísan hófst.
Sérfræðingar segja að krísan orsakast af spillingu og slæmum stefnum stjórnmálamanna. Riad Salameh er eftirlýstur af Interpol, ásamt frönskum yfirvöldum fyrir spillingu.