Óeirðirnar í París fara stigversnandi – mótmælaganga í átökum við lögregluna

Móðir drengsins sem myrtur var af lögreglumanni í Nanterre, úthverfi Parísar á þriðjudaginn, leiðir nú mótmælagöngu í hverfinu. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglunnar – en síðustu tvo daga hafa mikil mótmæli og skemmdarverk átt sér stað á götum Parísar vegna morðsins. Hafa mótmælin farið stigversnandi síðustu daga, og virðast enn vera að aukast.

Þúsundir taka nú þátt í mótmælagöngunni í Nanterre þar sem, eins og áður segir, komið hefur til ryskinga við lögregluna.

Saksóknarar þar í landi segja að lögreglumaðurinn sem um ræðir muni verða rannsakaður og sóttur til saka fyrir morðið, en sú yfirlýsing hefur ekki verið nóg til að kveða niður mótmælaölduna.

Búist er við að átökin muni harðna enn frekar, en Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur sagt að 40.000 lögreglumenn verða kallaðir út í Nanterre, ásamt 5.000 sem verða á götum Parísar í kvöld og í nótt. En mótmælin og skemmdarverkin hafa einnig átt sér stað þar síðustu tvo daga. Hafa þau náð til annarra hverfa líkt og Toulouse, Lille og L’Ile-Saint-Denis.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hélt neyðarfund í dag vegna ástandsins. Sagði hann þar að hegðun mótmælenda væri fullkomlega óréttlætanlegt og lofaði því að allt yrði gert til að koma böndum á ástandið.

Hinir ýmsu fréttamiðlar hafa líkt ástandinu við óeirðirnar sem áttu sér stað árið 2005, en þær hófust einmitt eftir dauða tveggja ungmenna af erlendum uppruna sem voru að flýja undan lögreglunni.

Pilturinn, sem einungis hefur verið nafngreindur sem Nahel í fjölmiðlum, var skotinn til bana af lögreglumanni af stuttu færi á þriðjudag, eftir að hann hlýddi ekki skipun um að stöðva bifreið sína

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí