Nicola Sturgeon handtekin – fylgi Þjóðarflokksins fellur

Nicola Sturgeon, fyrrum fyrsti ráðherra Skotlands, var handtekin í dag. Sturgeon, sem sagði af sér sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins í apríl síðastliðnum, er þriðja manneskjan til að vera handtekin í umfangsmikilli aðgerð bresku lögreglunnar sem snýr að fjármálamisferli flokks hennar. 

Samkvæmt bresku lögreglunni, þá er Sturgeon grunuð um að hafa nýtt 600.000 punda fjármagn flokks síns í aðra hluti en lög leyfa. Breska lögreglan vill lítið gefa upp um málið enn sem komið er, fyrir utan að þessi aðgerð er kölluð Operation branchform.  Samkvæmt nýjustu fréttum, þá hefur henni nú verið sleppt eftir yfirheyrslur.

Beinist þessi rannsókn bresku lögreglunnar gegn flokki hennar, Skoska þjóðarflokknum (SNP) en áður hafði Peter Murrell, eiginmaður Sturgeon og fyrrum framkvæmdastjóri flokksins, verið handtekinn á heimili þeirra 5. apríl af óeinkennisklæddum laganna vörðum, sem mættu á heimili þeirra án nokkurrar viðvörunar. Þriði flokksmaðurinn sem hefur verið handtekinn vegna rannsóknarinnar er þingmaðurinn Colin Beattie.

Frá því að þetta mál kom upp hefur fylgi Þjóðarflokksins fallið úr um og yfir 50% niður í um 35% í könnunum, nærri þriðji hver kjósandi hefur snúið baki við flokknum. Flokkurinn hefur drottnað yfir skoskum stjórnmálum undanfarna tvo áratugi og í raun ráðið einn stefnunni. Nú lítur út fyrir að flokkurinn myndi missa meirihluta sinn á skoska þinginu í Holyrood.

Ef fylgishrunið verður mikið aukast einnig enn líkurnar á kosningasigri Verkamannaflokksins í bresku þingkosningunum, en styrking Skoska Þjóðarflokksins girti í raun fyrir að Verkamannaflokkurinn næði meirihluta á breska þinginu. Sögulega hafði Skotland skilað breska Verkamannaflokknum mörgum þingsætum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí