Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu eftir að lögreglan skaut 17 ára dreng til bana í úthverfi Parísar Nanterre.
Var drengurinn skotinn eftir að hann stöðvaði ekki bifreið sína, samkvæmt lögreglunni. Hann var á ferð í bílaleigubíl, í útverfinu sem er í vesturhluta Parísar í gær, þriðjudag, og leitaðist lögreglan við hann stöðva bifreið hans þar sem að hann hafði brotið umferðarreglur.
Myndbandi sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum – og staðfest hefur verið af franska fréttamiðlinum AFP – sýnir tvo lögreglumenn reyna að stöðva bifreiðina. Annar þeirra beinir byssu að ökumanninum af stuttu færi og hleypir af skoti þegar drengurinn heldur för sinni áfram. Bifreiðin keyrir svo áfram í nokkra tugi metra áður en hún klessir á. Viðbragðsaðilar komu á vettvang og reyndu lífgunartilraunir en drengurinn dó skömmu síðar.
Mótmæli brutust út við lögreglustöðina í hverfinu í gær, þriðjudag. Þau hitnuðu mjög fljótt og byrjuðu mótmælendur að kveikja í bílum, vinna skemmtaverk á strætó stoppistöðvum ásamt því að kasta flugeldum að lögreglunni sem svaraði með táragasi. Níu voru handteknir í mótmælunum.
Lögreglumaðurinn sem um ræðir hefur verið handtekinn og er hann ákærður fyrir morð, samkvæmt saksóknurum í Nanterre.