Óeirðir í París eftir að lögreglan skaut 17 ára dreng til bana

Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu eftir að lögreglan skaut 17 ára dreng til bana í úthverfi Parísar Nanterre.

Var drengurinn skotinn eftir að hann stöðvaði ekki bifreið sína, samkvæmt lögreglunni. Hann var á ferð í bílaleigubíl, í útverfinu sem er í vesturhluta Parísar í gær, þriðjudag, og leitaðist lögreglan við hann stöðva bifreið hans þar sem að hann hafði brotið umferðarreglur.

Myndbandi sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum – og staðfest hefur verið af franska fréttamiðlinum AFP – sýnir tvo lögreglumenn reyna að stöðva bifreiðina. Annar þeirra beinir byssu að ökumanninum af stuttu færi og hleypir af skoti þegar drengurinn heldur för sinni áfram. Bifreiðin keyrir svo áfram í nokkra tugi metra áður en hún klessir á. Viðbragðsaðilar komu á vettvang og reyndu lífgunartilraunir en drengurinn dó skömmu síðar.

Mótmæli brutust út við lögreglustöðina í hverfinu í gær, þriðjudag. Þau hitnuðu mjög fljótt og byrjuðu mótmælendur að kveikja í bílum, vinna skemmtaverk á strætó stoppistöðvum ásamt því að kasta flugeldum að lögreglunni sem svaraði með táragasi. Níu voru handteknir í mótmælunum.

Lögreglumaðurinn sem um ræðir hefur verið handtekinn og er hann ákærður fyrir morð, samkvæmt saksóknurum í Nanterre.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí