Öryrkjar vilja 4,2% hækkun, segja að 2,5% dugi alls ekki

Velferð 9. jún 2023

ÖBÍ réttindasamtök gera kröfu um að lífeyrir almannatrygginga verði hækkaður um 4,2 prósent þann 1. júlí, í stað fyrirhugaðrar hækkunar um 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum, vegna þrálátrar verðbólgu. Fyrirhuguð hækkun ríkisstjórnarinnar dugir ekki til að vega upp á móti verðbólgu og ver því ekki kaupmáttinn. 

Til þess að örorkulífeyrir haldi í við verðbólgu og til þess að uppfylla fyrirheit um kaupmáttaraukningu sem gefin voru um áramót krefjast ÖBÍ réttindasamtök þess að lífeyrir verði hækkaður um 4,2% í stað þeirrar snautlegu 2,5% hækkunar sem boðuð hefur verið. 

Verðbólga er mikil og hefur nú verið um nokkurt skeið. Samhliða því hafa vextir hækkað og vaxandi fjöldi fólks, þá sérstaklega þeir tekjulægstu, berst í bökkum. Rík þörf er á stuðningsaðgerðum. 

Á sama tíma hefur hagvöxtur verið mikill. Hagkerfið hefur vaxið átta ársfjórðunga í röð og tekjur hins opinbera því vaxið meira en búist var við. Að rétta hlut þeirra sem verst standa er því vel mögulegt sé raunverulegur vilji fyrir hendi. 

ÖBÍ réttindasamtök gera þá sanngjörnu kröfu að fatlað fólk sem þarf að reiða sig á lífeyri almannatrygginga fái hlut sinn bættan.

Frétt af vef ÖBÍ.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí