Þeirra sem ekki er saknað – Carsten Jensen

Eftirfarandi er íslensk þýðing á Facebook færslu danska rithöfundarins Carsten Jensen:

Hefur þú lesið um bátinn, sem var með 750 flóttafólks innanborðs sem sökk undan ströndum Grikklands? Það eru til myndir af yfirfulla bátnum áður en hann sökk. Þetta var sagan um hina fyrirsjáanlegu katastrófu. Allir, sem eitthvað vit höfðu í kollinum, hefðu getað séð hvert þetta stefndi. Í kringum 100 manns var bjargað. Restin er það, sem tilfinningalausa mál fjölmiðlana kallar „saknað“.

Veltu aðeins fyrir þér þessum orðum. Saknað af hverjum? Af einhverjum örfáum fjölskyldumeðlimum og vinum. Ekki af hálfum milljarði af Evrópubúum. Tölum bara hreint út: í kringum 650 manns sem ekki er saknað drukknuðu.

Í byrjun júni áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að rúmlega 1.000 manns höfðu drukknað í Miðjarðarhafinu einungis á þessu ári. Svo, með þessu sjóslysi, er talan komin vel uppí 1.700. Á síðasta ári var það um 2.700. Síðan 2014 hafa rúmlega 27.000 drukknað. Þegar 2023 er úti, er allar líkur á að það verða 30.000 á tíu árum.

Þegar Titanic sökk drukknuðu 1.500 farþegar. Svo fjöldinn sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu síðustu tíu ár samsvarar 20 Titanic slysum. Eitt Titanic slys, á 6 mánaða fresti, reglulega, ár eftir ár, eitthvað sem enginn lyftir augabrúm yfir: 27.000 er ekki saknað.

Á sirka sama tíma, í júní, innleiðir Evrópusambandið nýja löggjöf um hælisleitendur, eitthvað sem lofsungið er sem sögulegt afrek, vegna þess að það gerir það loksins auðvelt að losna við eftirlifendurna, sem komast til stranda Evrópu. Þeirra sem ekki er saknað skal smalað saman í gríðarstórar búðir, þar sem málsmeðferðin verður leiftursnögg, þar sem meirihlutanum verður snúið aftur til landsins sem þau hafa tengingu við. Þetta síðasta er gríðarlega dularfull formúlering, en landið sem það hefur mesta tengingu við, er jú sama landið og það er að leggja líf sitt í hættu við að flýja frá?

Eða það gæti einnig verið land, sem það fór í gegnum á flótta sínum, einhver paradís flóttafólks eins og t.d. Lýbía, þar sem karlmönnum bíður framtíð sem þrælar og kvenna bíður framtíð sem vændiskonur. Nýja löggjöf Evrópusambandsins er löggjöf svikahrapps, löggjöf sem miðar að því að gera vandamálið ósýnilegt, sérhannað fyrir þær 100 milljónir manna sem ekki er saknað, en eru í dag flóttafólk á þessari plánetu.

Og þau fáu, sem komast hingað, skulu sætta sig við að vera send í löndin með þessum risabúðum. Lönd sem neita að taka á móti flóttafólki þurfa að borga 20.000 evru sekt á haus, en í fullri alvöru þá er það vel sloppið fyrir þau. 150.000 fyrir að komast undan því að þurfa að horfa uppá einhverja aumingja, sem eru ekki til annars en óþurfta og leiðinda, sem myndu einungis skemma ásýnd samfélagsins með sínum skítugu fötum og babl tungumáli sem enginn skilur.

Evrópa kastar frá sér ábyrgðinni. Bráðum munu heilu heimsálfurnar samanstanda af þeim sem enginn saknar. Ef þau gætu einungis gert okkur þann greiða að láta sig hverfa í hafið, þá væru þau að spara okkur mikla erfiðleika.

Og Danmörk er forgangsland. Spyrjið bara Mette Frederiksen.

Carsten Jensen (f.1952) er danskur rithöfundur, bókmenntafræðingur, blaðamaður og samfélagsrýnir. Ein þekktasta bók hans er „Vi, de druknede“ frá 2010.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí