Þúsundir mótmæla í Grikklandi vegna látins flóttafólks

Þúsundir taka nú þátt í mótmælum gegn grískum stjórnvöldum, ásamt stefnu Evrópusambandsins í innflytjendamálum, í mörgum borgum Grikklands. Eru grísk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa brugðist of seint við í slysinu sem varð fyrr í vikunni þar sem a.m.k. 78 dóu og hundruða er enn saknað.

Um hundrað manns var bjargað, en illa hefur gengið að finna fleiri og nú er svo gott sem öll von að verða úti um að fleiri muni finnast á lífi. Yfirvöld í Grikklandi hafa áætlað að allt uppí 750 manns voru mögulega um borð, þ.á.m. um 40 börn.

Níu hafa verið handteknir fyrir að hafa staðið í þessum flutningi fólksins, en talið er þó að um lágtsetta aðila innan smyglhringsins séu að ræða – ekki þá sem koma til með að græða mest á ferðinni. Eru þessir aðilar nú í haldi í borginni Kalamata í Grikklandi.

Mótmælin

Mótmælin eiga sér stað í mörgum borgum Grikklands. Ásamt því að gagnrýna stefnu Evrópusambandsins, þá eru grísk stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki komið skipinu til hjálpar, en skip frá landhelgisgæslu Grikklands var búið að vera að fylgja bátnum í nokkra klukkutíma áður en hann snerist svo við og sökk með þessum afleiðingum – eitthvað sem gerðist á fáeinum mínútum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí