Tsipras segir af sér sem formaður Syriza

Leiðtogi vinstri flokksins Syriza í Grikklandi, og fyrrum forsætisráðherra, Alexis Tsipras hefur sagt af sér sem formaður flokksins. Kemur þessi afsögn í kjölfar stórtaps flokksins í kosningum fyrir nokkrum dögum síðan.

Sigurvegari kosninganna, og forsætisráðherra Grikklands næstu fjögur árin, var Kyriakos Mitsotakis, leiðtogi hins íhaldssama hægriflokks New Democracy. Fékk flokkur hans um 40% atkvæða, á meðan að Syriza fékk einungis rétt tæplega 18%.

Tsipras segir í tilkynningu að tími sé kominn til að setja nýja hringrás í gang, og markar þetta tap í síðustu kosningum upphafið að þeirri nýju hringrás.

Ris og fall Syriza

Tsipras leiddi Syriza til stórsigurs í kosningunum árið 2015, á hátindi efnahagskrísu Grikklands. Var hann einn af yngstu forsætisráðherrum sem Grikkland hefur átt, og komst hann til valda vegna andstöðu flokks hans við sveltistefnuna í kjölfar efnahagshrunsins 2008 sem lék Grikkland grátt.

Eftir mikil átök, neyddist ríkisstjórn hans til að koma á gjaldeyrishöftum. Eftir mikla pressu frá Evrópusambandinu boðaði hann til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hann hvatti Grikki til að hafna þeirri sveltistefnu sem Evrópusambandið var að reyna að neyða uppá þjóðina. Vann hann þær kosningar, en Grikkir kusu með yfirgnæfandi meirihluta á móti því að hlýða Evrópusambandinu. Honum snerist hinsvegar hugur í kjölfarið og ákvað að innleiða þær harkalegu stefnur sem Evrópusambandið heimtaði.

Hann boðaði svo til skyndikosninga í september árið 2015, sem flokkur hans vann. En í kosningunum fjórum árum seinna tapaði hann fyrir flokki Mitsotakis, núverandi forsætisráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí