Verkalýðsleiðtogi barinn til dauða í Bangladess

Mikil mótmæli eru í Bangladess þessa stundina vegna verkalýðsleiðtoga sem barinn var til dauða á sunnudaginn þegar hann var að reyna að stilla til friðar í átökum starfsmanna fatnaðar verksmiðju og eigenda.

Maðurinn sem um ræðir, Shahidul Islam, var einn af helstu leiðtogum verkalýðsfélagsins BGIWF (Bangladesh Garment and Industrial Workers) og hafði starfað um árabil við verkalýðsstörf. Hann var barinn til dauða sunnudagskvöld, við verksmiðjuna Gazipur í útjaðri Dhaka. En þar áttu sér stað hatrömm átök verksmiðju eigenda og starfsmanna vegna óborgaðra launa, og var Islam á svæðinu til að reyna að ná sáttum. Annar verkalýðsleiðtogi, Ahmed Sharif, slasaðist einnig í árásinni.

Verksmiðjueigendur höfðu áður lofað að borga starfsmönnum laun, eftir íhlutun Islam. En þegar það loforð var ekki efnt sauð uppúr meðal starfsmanna, og var Islam fenginn aftur á staðinn með fyrrgreindum afleiðingum. Hópur fólks réðst að þeim þegar þangað var komið og var verkalýðsforinginn barinn til dauða.

Þúsundir hafa mótmælt þessu, á sama tíma og Islam er syrgður.

Lögreglan þar í landi segir að einn sé í haldi grunaður um verknaðinn. Mótmælendur segja að morðið þjóni þeim tilgangi að fæla aðra frá því að berjast fyrir réttindum sínum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí