„Við erum alltaf að kjósa um nýja ríkisstjórn aftur og aftur og aftur en það breytist aldrei neitt.“

Samstöðin spjallaði við fólk við Bónus í Skipholti um verðbólguna og ríkisstjórnina.

Fríða Björk Þórarinsdóttir sagði okkur að hún væri búin að fá alveg nóg af þessari ríkisstjórn. Hún sér ekki hvernig synir hennar eiga að geta keypt sér íbúð og komið sér fyrir efnahagslega.

„Við erum alltaf að kjósa um nýja ríkisstjórn aftur og aftur og aftur en það breytist aldrei neitt.“ sagði Kolfreyja Sól Bogadóttir. Hún vill að fjármálaráðherrann axli ábyrgð á Íslandsbankaskandalnum.

„Ég held þetta verði bara einu sinni enn tekið í þvottavélina, krónuþvottavélina og liðið sett bara á hausinn. Ekki í fyrsta skipti. Íslenski veruleikinn“ sagði Víglundur Sigurðsson þegar hann var spurður út í ástandið.

Hjörtur Hjartarson sagði að stjórnendur í Íslandsbanka ættu ekki að komast upp með að bankinn greiði einungis sekt fyrir brot þeirra, aðspurður um hvort fjármálaráðherrann ætti að segja af sér sagði hann að hann ætti að vera löngu farinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí