Stefán þarf að skríða á klósettið eða flytja

Stöð tvö fjallaði í gær um mál Stefáns Gauta Stefánssonar sem sem fékk úthlutaða íbúð hjá félagsbústöðum árið 2018 sem ekki er hönnuð samkvæmt algildri hönnun og því ekki aðgengileg fyrir Stefán sem notar hjólastól.

Vísir greinir frá því að Stefán sem notar hjólastól vegna lömunar á annari hlið líkamans vegna MS sjúkdómsins hafi misst húsnæði sitt á almennum markaði árið 2018 og endað í gistiskýlinu í um þriggja mánaða tímabil þar til hann fékk úthlutað frá Félagsbústöðum íbúð í Hátúni.

Húsið er lyftuhús en þar með er ekki sagt að íbúðin sé aðgengileg. Klósettdyrnar eru til dæmis ekki nægilega breiðar fyrir stól Stefáns og hefur hann því þurft að skríða á klósettið og jafnvel slasað sig ítrekað en það virðist standa á úrbótum. Félagsbústaðir hafa raunar viðurkennt að þessi íbúð sé ekki hentug fyrir Stefán og vilja flytja hann í aðgengilegri íbúð í Úlfarsárfelli. Hann er hins vegar ekki sáttur við slíkt enda hans þjónustuþarfir í næsta nágrenni við þá búsetu sem hann hefur haft síðustu árin.

Formaður ÖBÍ réttindasamtaka Þuríður Harpa Sigurðardóttir segir í samtali við Vísi að það sé óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla.

Þetta virðist hins vegar vera nokkuð algengt vandamál meðal fólks sem býr við fötlun og oft samasemmerki á milli þess að fötlun aukist, jafnvel þjónustustigið og að einstaklingur þurfi að flytja búferlum. Í þessu tilfelli flytja á milli hverfa og langt frá þjónustu og tengslaneti.

Það virðist vera lítið gert hér á landi til að koma til móts við breytingar á húsnæði þegar fötlun fólks eykst. Þetta er hins vegar oft afar ólíkt þjónustunni víðs vegar á hinum Norðurlöndunum samkvæmt athugunum blaðamanns. Á Íslandi er hægt að sækja um lán til breytingar á húsnæði en á fremur slæmum kjörum. Í nýlegri könnun sem húsnæðishópur ÖBÍ lét gera kom fram að af þeim 11% sem höfðu sótt um lán til breytinga á húsnæði höfðu 10% fengið synjun. Greiðslumat lána duga því skammt fyrir fólk á örorkulífeyri. Einn af hverjum tíu hafði þegar látið gera breytingar á húsnæði sínu en þurft að gera það á eigin kostnað.

Fólk á leigumarkaði er uppá náð og miskunn leigusala sinna með slíkar framkvæmdir en síst ætti svo að vera hjá fólki sem leigir hjá Félagsbústöðum. Þar er rýnt í aurinn en krónunni kastað þegar aðgerðin snýst um að laga smávægilega hluti innandyra í stað þess að umpóla lífi eingaklings. Innan Sambands Íslenskra sveitarfélaga eru sjóðir svo sem jöfnunarsjóður sem sveitarfélögin ættu hæglega að geta sótt fjármagn í til breytinga á húsnæði vegna aðgengismála og ætla mætti að brýnt væri að lagfæra þessar brotalamir í kerfinu ef innleiða á hér Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí