Aðgerðasinnar gegn loftslagsbreytingum stöðva Pride gönguna í London

Hópur aðgerðasinna, frá samtökunum Just Stop Oil, stoppuðu Pride gönguna í London í dag með því að setjast á götuna. Var hópurinn að mótmæla því að aðilarnir sem standa að Pride göngunni tóku á mótu miklu fjármagni frá stórfyrirtækjum sem bera ábyrgð á loftslagsbreytingum.

Sjö voru handteknir eftir að hafa tekið sér stöðu fyrir framan Coca-Cola trukk sem tók þátt í göngunni. Gerði þetta það að verkum að gangan stöðvaðist tímabundið.

Samtökin voru búin að vara við því að þau myndu grípa til þessara aðgerða, ef Pride gangan myndi ekki hafna stuðningi og auglýsingum frá stórfyrirtækjum.

Talsmaður samtakanna réttlætti aðgerðirnar með því að það sem Pride gangan stendur fyrir fæddist í mótmælum. Því væri þetta svo sannarlega í anda dagsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí