Samkvæmt Global Rights Index, sem haldið úti af alþjóða samtökum verkalýðsfélaga ITUC (The International Trade Union Confederation) er Bangladess versta land í heimi þegar kemur að verkalýðsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá stofnuninni, en hún mælir brot á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum um réttindi verkafólks.
Þetta er tíunda mælingin sem kemur frá stofnuninni, og er byggð á svörum frá 331 verkalýðsfélögum í 153 löndum. Fyrir utan Bangladess, sem er í toppsætinu, þá eru næstu lönd Belarús, Ekvadór, Egyptaland, Eswatíní, Gvatemala, Mýanmar, Túnis, Filippseyjar og Tyrkland.
ITUC er í forsvari fyrir 200 milljón manns í 168 löndum. Stofnunin bendir á í skýrslu að aðstæður vinnandi fólks í Asíu hefur farið versnandi síðustu tíu ár, vegna ýmissa laga sem sett hafa verið og grafa undan starfsskilyrðum og rétti fólksins í löndunum. Skýrsla stofnunarinnar bendir á ýmis lög, eins og á Indlandi, sem koma í veg fyrir að verkafólk geti farið í verkfall, og gengið til liðs við verkalýðsfélög. Í tilviki Bangladess er einnig bent á ný lög sem takmarka fæðingarorlofsrétt kvenna verulega.
Skýrslan bendir einnig á lögregluofbeldi sem verkafólk í löndunum sem berjast fyrir bættum kjörum hefur orðið fyrir, en þar er Bangladess sérstaklega tekið fyrir, ásamt Indlandi og Pakistan. Hún gagnrýnir einnig hvernig einkafyrirtæki þar í landi keyra upp verð á vörum, í þeim tilgangi að auka hagnað sinn, án þess að verkafólk fái sinn hlut í hagnaðinum.
Fjöldi vestrænna fyrirtækja, eins og Siemens, Nestlé, Sony Ericsson, BAT og Chevron eru með verksmiðjur í Bangladess.