Bangladess versta land í heimi fyrir vinnandi fólk

Samkvæmt Global Rights Index, sem haldið úti af alþjóða samtökum verkalýðsfélaga ITUC (The International Trade Union Confederation) er Bangladess versta land í heimi þegar kemur að verkalýðsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá stofnuninni, en hún mælir brot á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum um réttindi verkafólks.

Þetta er tíunda mælingin sem kemur frá stofnuninni, og er byggð á svörum frá 331 verkalýðsfélögum í 153 löndum. Fyrir utan Bangladess, sem er í toppsætinu, þá eru næstu lönd Belarús, Ekvadór, Egyptaland, Eswatíní, Gvatemala, Mýanmar, Túnis, Filippseyjar og Tyrkland.

ITUC er í forsvari fyrir 200 milljón manns í 168 löndum. Stofnunin bendir á í skýrslu að aðstæður vinnandi fólks í Asíu hefur farið versnandi síðustu tíu ár, vegna ýmissa laga sem sett hafa verið og grafa undan starfsskilyrðum og rétti fólksins í löndunum. Skýrsla stofnunarinnar bendir á ýmis lög, eins og á Indlandi, sem koma í veg fyrir að verkafólk geti farið í verkfall, og gengið til liðs við verkalýðsfélög. Í tilviki Bangladess er einnig bent á ný lög sem takmarka fæðingarorlofsrétt kvenna verulega.

Skýrslan bendir einnig á lögregluofbeldi sem verkafólk í löndunum sem berjast fyrir bættum kjörum hefur orðið fyrir, en þar er Bangladess sérstaklega tekið fyrir, ásamt Indlandi og Pakistan. Hún gagnrýnir einnig hvernig einkafyrirtæki þar í landi keyra upp verð á vörum, í þeim tilgangi að auka hagnað sinn, án þess að verkafólk fái sinn hlut í hagnaðinum.

Fjöldi vestrænna fyrirtækja, eins og Siemens, Nestlé, Sony Ericsson, BAT og Chevron eru með verksmiðjur í Bangladess.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí