Bjarni seldi eigur ríkisins á tombóluverði samkvæmt skýrslu Sigurðar

Í skýrslu setts ríkisendurskoðanda, sem lekið var í dag af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir, þingmanni Pírata, kemur fram að Lindarhvol ehf. – félag sem stofnað var af fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni árið 2015 til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins – hafi selt eigur ríkisins langt undir meðalgengi virði þeirra.

Eftir fall íslensku bankana árið 2008 fékk ríkið í sinn hlut eignir frá slitabúi þeirra, svokallaðar stöðugleika eignir, en ágóðinn af sölu þeirra fór í ríkissjóð. Víða var pottur brotinn í þessu ferli af skýrslunni að dæma, en ásamt mörgum óútskýrðum peningatilfærslum, ásamt loðnum svörum frá fjármálaráðuneytinu og stjórnendum Lindarhvols, þá ræðir skýrsla ríkisendurskoðanda einnig söluna á hlutabréfum í fyrirtækjum sem skráð voru í Kauphöll Íslands.

Þau bréf voru seld langt undir meðalgenginu, eins og sjá má í eftirfarandi myndum úr skýrslunni.

Eimskip hf.

Selt á genginu 269,0 þegar meðalgengið var 318,6. Munurinn er yfir 18% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Eimskip í dag má meta þennan mun á yfir 8 milljarða króna miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu.

Reitir hf., fjárfestingafélag

Selt á genginu 83,30 þegar meðalgengið var 92,02. Munurinn er yfir 10% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Reitum í dag má meta þennan mun á yfir 6,5 milljarða króna miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu.

Sjóvá, almennar tryggingar hf.

Selt á genginu 12,91 þegar meðalgengið var 16,61. Munurinn er yfir 28% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Sjóvá í dag má meta þennan mun á yfir 4,3 milljarða króna miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu.

Síminn hf.

Selt á genginu 3,09 þegar meðalgengið var 3,37. Munurinn er yfir 9% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Símanum í dag má meta þennan mun á yfir 750 m.kr. miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu. Reyndar hefur Síminn og svo sem hin fyrirtækin líka, keypt mikið af bréfum í sjálfum sér svo svo þetta mat er ekki nákvæmt, en gefur samt mynd um umfangið.

Ríkissjóður varð því af alveg gríðarlegum fjárhæðum við söluna á þessum eignum. Sjálfstæðismenn hafa barist með kjafti og kló gegn því að þessi skýrsla setts ríkisendurskoðanda yrði gerð opinber. Nú vitum við hvers vegna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí