Í skýrslu setts ríkisendurskoðanda, sem lekið var í dag af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir, þingmanni Pírata, kemur fram að Lindarhvol ehf. – félag sem stofnað var af fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni árið 2015 til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins – hafi selt eigur ríkisins langt undir meðalgengi virði þeirra.
Eftir fall íslensku bankana árið 2008 fékk ríkið í sinn hlut eignir frá slitabúi þeirra, svokallaðar stöðugleika eignir, en ágóðinn af sölu þeirra fór í ríkissjóð. Víða var pottur brotinn í þessu ferli af skýrslunni að dæma, en ásamt mörgum óútskýrðum peningatilfærslum, ásamt loðnum svörum frá fjármálaráðuneytinu og stjórnendum Lindarhvols, þá ræðir skýrsla ríkisendurskoðanda einnig söluna á hlutabréfum í fyrirtækjum sem skráð voru í Kauphöll Íslands.
Þau bréf voru seld langt undir meðalgenginu, eins og sjá má í eftirfarandi myndum úr skýrslunni.
Eimskip hf.
Selt á genginu 269,0 þegar meðalgengið var 318,6. Munurinn er yfir 18% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Eimskip í dag má meta þennan mun á yfir 8 milljarða króna miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu.
Reitir hf., fjárfestingafélag
Selt á genginu 83,30 þegar meðalgengið var 92,02. Munurinn er yfir 10% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Reitum í dag má meta þennan mun á yfir 6,5 milljarða króna miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu.
Sjóvá, almennar tryggingar hf.
Selt á genginu 12,91 þegar meðalgengið var 16,61. Munurinn er yfir 28% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Sjóvá í dag má meta þennan mun á yfir 4,3 milljarða króna miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu.
Síminn hf.
Selt á genginu 3,09 þegar meðalgengið var 3,37. Munurinn er yfir 9% afsláttur. Miðað við útgefin hlutabréf í Símanum í dag má meta þennan mun á yfir 750 m.kr. miðað við allt hlutféð í fyrirtækinu. Reyndar hefur Síminn og svo sem hin fyrirtækin líka, keypt mikið af bréfum í sjálfum sér svo svo þetta mat er ekki nákvæmt, en gefur samt mynd um umfangið.
Ríkissjóður varð því af alveg gríðarlegum fjárhæðum við söluna á þessum eignum. Sjálfstæðismenn hafa barist með kjafti og kló gegn því að þessi skýrsla setts ríkisendurskoðanda yrði gerð opinber. Nú vitum við hvers vegna.