Bretland og Kanada styðja ekki klasasprengjur

Jens Stoltenberg, aðalritari NATO, sagði á fundi við blaðamenn í Brussel að samtökin gerðu engar athugasemdir við klasasprengjurnar sem Bandaríkin hafa veitt Úkraínu. Fjöldinn allur af hjálpar- og baráttusamtökum um allan heim hafa gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega, enda eru klasasprengjur bannaðar samkvæmt alþjóðasáttmála sem yfir 120 lönd heims hafa skrifað undir.

Ísland undirritaði sáttmálann sem kvað á um bann við slíkum vopnum í hernaði. Enda er hér um að ræða sprengjur sem dreifa fjölda minni sprengja um stórt svæði, sem margar af hverjum grafa sig ofan í jörðina. Eftir að átökum á svæðinu sem um ræðir líkur, þá sitja þær sprengjur eftir. Eru það helst börn sem eru fórnarlömb klasasprengja, en þau eru líklegri en aðrir til þess að fara að rannsaka áhugaverða hluti sem liggja á jörðinni – eða bara leika sér á leikvöllum. Samkvæmt rannsókn frá Alþjóðadeild Rauða krossins frá 2007 voru 13.306 sem höfðu dáið vegna slíkra vopna – flest af þeim börn.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur réttlætt þessa vopnagjöf – sem er hluti af 800 m. dollara stuðningspakka til Úkraínu frá Bandaríkjunum – með því að Úkraína sé að verða uppiskroppa með skotvopn. Því er þetta nauðsynlegt, í þeim tilgangi að hjálpa Úkraínu í sókn sinni.

Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum hafa margir hverjir lýst hlutunum á þann veg að sigur í Úkraínustríðinu sé eitthvað sem Biden leggur nú mikla áherslu á, vegna þess að það sé það eina sem gæti hjálpað forsetatíð hans, sem hefur annars ekki náð miklum sigrum. Er þá um að ræða bæði hvernig forsetatíð hans verði minnst í sögubækum, sem og þegar kemur að líkunum á að hann verði endurkjörinn – en flestir eru sammála um að góðar líkur séu á að Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, muni sigra Biden í annarri lotu þeirra. Forsetakosningar Bandaríkjanna verða 5. nóvember á næsta ári, 2024.

En þrátt fyrir að aðalritari NATO hafi ekki gert neinar athugasemdir við þetta, þá hefur forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, lýst yfir að þau muni ekki taka þátt í slíkum vopnaviðskiptum, og myndu frekar leggja áherslu á annars konar stuðning til Úkraínu. Kanada hefur einnig gagnrýnt þessa ákvörðun.

Zelenskiy, forseti Úkraínu, hefur fagnað þessari vopnasendingu og réttlætt hana, eins og talsmenn Bandaríkjastjórnar.

Árlegur NATO fundur þjóðarleiðtoga vestursins verður í Vilníus í Litháen eftir örfáa daga, 11.-12. júli. Eins og áður hefur verið greint frá er verður borgin nánast lokuð og varin af Patriot eldflaugavarnarkerfi.

Bretland og Kanada eru enn sem komið er einu löndin sem hafa mótmælt þessu af nokkru ráði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí