Forseti Finnlands kallar eftir friðarviðræðum í Úkraínustríðinu

Stubb-Ukraine-Peace-Talks

Forseti Finnlands, Alexander Stubb, hvetur til friðarviðræðna milli Úkraínu og Rússlands. Úkraínski fjölmiðillinn The New Voice of Ukraine greinir frá.

„Það er kominn tími til að hefja friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands“, sagði Alexander Stubb, forseti Finnlands, í viðtali við franska dagblaðið Le Monde þann 27. júlí.

Hann lítur á ákvörðun Volodymyr Zelenský, forseta Úkraínu, að bjóða Rússum til að taka þátt í næstu friðarráðstefnu á eftir ráðstefnunni í Sviss, sem var haldin þann 15. júní (þegar Rússum var ekki boðið), sem „strategíska ákvörðun“.

Þetta segir Stubb núna þrátt fyrir að hafa sagt þveröfugt fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. En þá sagði hann að „friður í Úkraínu væri aðeins mögulegur með sigri Úkraínu á vígvellinum“. Þetta var haft eftir honum í grein hjá sama fjölmiðlinum The New Voice of Ukraine, sem var birt þann 8. apríl:

Hefur Stubb skipt um skoðun? Hvað ætli skýri þessa u-beygju hjá honum?

Skýringin er kannski sú hvað Úkraínu gengur illa í stríðinu. Rússar eru að sækja fram á nánast allri víglínunni og þeim röddum fækkar stöðugt sem segja enn að Úkraína geti unnið stríðið, á sama tíma og þeim fjölgar sem kalla eftir friðarviðræðum. Núna hefur forseti Finnlands bæst í þann hóp.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí