Evrópusambandið hættir öllum stuðningi við Níger

Evrópusambandið hefur hætt öllum her- og efnahagslegum stuðningi við Níger í kjölfar valdaránsins sem átti sér stað síðastliðinn fimmtudag. Þetta tilkynnti yfirmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum Josep Borell í dag.

Í gær, föstudag, tilkynnti herforinginn Abdourahamene Tiani að hann væri nýji leiðtogi landsins, í kjölfar valdaránsins. Borell segir í tilkynningunni að fyrrum forseti landsins, Mohamed Bazoum, væri lýðræðislega kjörinn, og þar með réttmætur forseti landsins.

Þessi tilkynning Evrópusambandsins bætist við þær tilkynningar sem Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland meðal annarra hafa nú þegar gefið út, en kallað er einróma eftir því að Bazoum verði leystur úr haldi og komið aftur til valda.

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti símtal við Bazoum í gær, föstudag, þar sem hann fullvissaði forsetann um stuðning Bandaríkjanna við hann, og sagði að bandarísk yfirvöld væru í samskiptum við heraðila innan Níger.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í tilkynningu í dag að valdaránið væri fullkomlega ólögmætt og mjög hættulegt. Hann hefur boðað til fundar með yfirmönnum Frakklandshers um málið. Frakkland er með 1500 hermenn í Níger nú þegar, en landið er eitt af síðustu bandamönnum Frakklands í heimsálfunni, eftir að Frakkar dróu herlið sitt í Malí tilbaka fyrr á árinu.

Forseti Kenýa, William Ruto, hefur sagt að valdaránið sé stór afturför fyrir Afríku, en hann glímir sjálfur við mikil mótmæli gegn stjórn sinni í eigin heimalandi, eins og áður hefur verið greint frá.

Forseti Nígeríu, Bola Tinubu, hefur tilkynnt að leiðtogar Vestur-Afríkulanda munu funda um málið í Abuja, höfuðborg Nígeríu, á morgun, sunnudag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí