Harðar verkfallsaðgerðir lækna í Kenía – Engin bráðaþjónusta veitt á ríkisspítölum

Læknar á kenískum ríkissjúkrahúsum hafa hætt að veita bráðaþjónustu. Þeir lögðu alveg niður störf í dag en þúsundir lækna eru í verkfalli sem hófst fyrir viku síðan. Læknarnir halda sig frá sjúkrahúsunum til að krefjast þess að laun þeirra verði hækkuð og gerð verði bragarbót á slæmum vinnuaðstæðum þeirra. 

Dómstóll í Kenía hefur úrskurðað að læknum og heilbrigðisráðuneytinu sé skylt að taka upp viðræður. Talsmenn lækna og tannlækna segja að ekki standi á sér í þeim efnum en sökum þess að stjórnvöld hafi ekki sýnt nokkra tilburði til að leysa kjaradeiluna hafi þeim verið nauðugur einn kostur að grípa til enn hafaðari aðgerða. Því hafi þeir í dag hætt að veita bráðaþjónustu. 

Heilbrigðisráðherra Kenía lýsti því í viðtali við sjónvarpsstöðina KTN í gær að hún hefði fyrirskipað tveimur stærstu spítölum landsins að ráða inn nýja lækna í stað þeirra sem væru nú í verkfalli. Ekki kæmi til greina að læknisþjónusta legðist algjörlega af. Hvort sem þær aðgerðir hafi borið árangur eða mál hafa verið leyst með öðrum hætti er óljóst en samkvæmt blaðamanni AFP er aftur byrjað að veita bráðaþjónustu í Kenyatta sjúkrahúsinu í höfuborginni Nairobi. 

Þá hefur heilbrigðisráðuneytið sent bréf á um eitt þúsund læknanema sem ráðuneytið hyggst virkja til starfa á sjúkrahúsum um land allt. 

Læknar saka stjórnvöld um að hafa á engan hátt staðið við fjölda loforða er varða ýmsar umbætur sem gera átti, meðal annars í kjölfarið á kjarasamningum sem undirritaðir voru árið 2017. Samningarnir voru undirritaðir eftir 100 daga langt verkfall sem olli dauðsföllum vegna skorts á læknisþjónustu. Til stendur að læknar fundi með stjórnvöldum í dag til að reyna að leysa deiluna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí