Enn eitt spillingarmálið tengt Afríska þjóðarráðinu – Varnarmálaráðherra þáði mútur 

Forseti suður-afríska þingsins. Mapisa-Nqakula, á yfir höfði sér handtöku vegna ákæru á hendur henni fyrir mútuþægni í embætti varnarmálaráðherra. Dómstóll í Suður-Afríku vísaði frá kröfu hennar um að lögreglu og saksóknurum væri óheimilt að hneppa hana í hald. Mál Mapisa-Nqakula er enn eitt í röð spillingarmála sem komið hafa upp og eru tengd flokksmönnum stjórnarflokksins Afríska þjóðarráðsins. 

Mapisa-Nqakula er sökuð um að hafa þegið mútur að jafnvirði tæpra 20 milljóna króna af hendi ráðgjarfyrirtækis í hernaðarmálum á árabilinu 2016 til 2019, þegar hún sat á stóli varnarmálaráðherra. Þá halda saksóknarar því fram að Mapisa-Nqakula hafi farið fram á að fá enn frekari greiðslur, að jafnvirði um 15 milljóna króna, en ekki fengið. 

Mapisa-Nqakula er háttsett innan Afríska þjóðarráðsins, sem fer með völd í landinu. Fjöldi spillingarmála hefur komið upp á yfirborðið að síðustu, tengd flokksmönnum Afríska þjóðarráðsins og er talið að það gæti sett flokkinn í mikinn vanda þegar kemur að þingkosningum sem fara eiga fram í lok maí á þessu ári. Nýjustu skoðanakannanir sýna að flokkurinn gæti fengið undir helmingi atkvæða í kosningunum. Það yrði í fyrsta skipti sem það myndi gerast frá árinu 1994, þegar flokkurinn komst til valda í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu eftir að aðskilnaðarstefnunni linnti. Nelson Mandela var þá, sem leiðtogi flokksins, kjörinn forseti Suður-Afríku. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí