Íslendingar ættu ekki að láta nýfrjálshyggjuna eyðileggja samfélagið eins og Bretar hafa gert

Ian McDonald, meðlimur í stéttarfélaginu Eflingu, skrifar áhugaverða grein í Vísi í dag þar sem hann varar við einkavæðingaráformum Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins.

McDonald er frá Bretlandi, og lýsir þeim hörmungum sem einkavæðingin hefur haft í för með sér þar í landi. Hann bendir á að áður fyrr hafi Bretland verið þekkt fyrir sterku félagslegu þjónustu sína, og sterkt velferðarkerfi. En þetta kerfi varð ákveðinni hugmyndafræði að bráð, með gríðarlega slæmum afleiðingum fyrir hina verst settu.

Hugmyndafræðin sem um ræðir snýst um ofuráherslu á hinn frjálsa markað og að öll þjónusta ætti að vera honum undiropin, ásamt því að áherslan færist frá því að tryggja velferð og hamingju borgara og flyst yfir á að hámarka hagnað hluthafa. Eins og McDonald lýsir því þá hefur þessi þróun haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir þá þjónustu í Bretlandi sem hefur verið einkavædd: kostnaður hefur rokið uppúr öllu valdi á meðan að þjónustan hefur versnað til muna.

McDonald varar við því að Íslendingar séu á sömu braut. Hann hvetur okkur til að læra af reynslu Bretlands og snúa af þessari braut áður en það verður um seinan. Hann bendir á nýlegt viðtal við Bjarna Benediktsson þar sem hann lýsir einkavæðingaráformum sínum, og segir að um úthugsað hugmyndafræðilegt plan sé að ræða hjá honum og Sjálfstæðisflokknum.

Grein Ians í heild má lesa hér: Protecting the Welfare Stare: A Cautionary Tale from the Uk to Iceland

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí