Stöðva þarf ásælni þessara fjármálaafla í eigur þjóðarinnar

Nýfrjálshyggjan 13. sep 2023

Stjórn Sameykis lýsir sig andvíga hugmyndum um einkavæðingu Landsvirkjunar. 

Í viðtali við forstjóra Kauphallarinnar í þættinum Dagmál á mbl.is ræddi forstjóri Kauphallarinnar um jákvæðar afleiðingar þess að 20 prósenta hlutur í Landsvirkjun yrði seldur. Þá nefndi forstjórinn að slík sala myndi laða að erlenda fjárfesta vegna stærðar fyrirtækisins og sérstöðu Landsvirkjunar í orkuöflun. Þá taldi hann að með því að einkavæða 20 prósenta hlut myndi íslenski markaðurinn komast upp um flokk í MSCI-vísitölufyrirtækinu sem myndi hafa jákvæð árhrif á fjármagnsinnflæði. Þessar hugmyndir sem ganga út á að komast yfir auðlindir þjóðarinnar eru fjarstæðukenndar. Því miður þer þetta þó ekkert einsdæmi eins og almenningur hefur orðið vitni að þessi misserin í viðskiptalífinu og í íslenskum stjórnmálum.

Reynsla Íslendinga af einkavæðingu opinberra stofnana og innviða eru þeim í fersku minni. Það er aðkallandi að samfélagið, stjórnmálin og almenningur allur standi núna vörð um eigur þjóðarinnar. Stöðva þarf ásælni þessara fjármálaafla í eigur þjóðarinnar. Nú þegar er verið að selja vatsauðlindir, búið er að selja stóran hluta Íslandsbanka og fleiri innviðafyrirtækja í grunnþjónustunni, svo ekki sé minnst á hvernig búið er að afhenda þröngum hópi okkar sameiginlegu fiskveiðiauðlind.

Stjórn Sameykis mótmælir harðlega þessum málfutningi og hvetur almennig til að standa vörð um sameiginlegar eigur þjóðarinnar.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí