Kafbáturinn við Íslandsstrendur með kjarnaodda samkvæmt erlendum fjölmiðlum

Stjórnmál 22. júl 2023

Í vikunni kom bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware í þjónustuheimsókn við strendur Íslands, nánar tiltekið nokkra kílómetra utan við Helguvík. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu og tók sérstaklega fram að báturinn bæri ekki kjarnavopn. „USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og bera slíkir kafbátar ekki kjarnavopn,“ sagði ráðuneytið á Facebook.

Þetta er ekki rétt. Í það minnsta stangast þessi fullyrðing Utanríkisráðuneytisins við fréttir frá árinu 2018. Þá greindu bæði breskir og bandarískir fjölmiðlar frá því að bandaríski sjóherinn hyggðist koma fyrir kjarnaoddum í orrustukafbátum af Virginia-gerð.

Það þótti marka talsverð umskipti þar sem þessi gerð af kafbátum hafði fram að því ekki borið kjarnavopn. Virginia-gerðin var flokkuð sem SSN-kafbátur, það er að segja kjarnorkuknúinn kafbátur vopnaður hefðbundnum vopnum, svo sem Tomahawk-eldflaugum. Ákvörðunin að koma fyrir kjarnaoddum Virginia-bátanna var tekin í forsetatíð Donald Trump og í fréttum sett í samhengi við vopnakapphlaup við Norður-Kóreu.

Óljóst er hvort báturinn sem var við strendur Íslands í vikunni, USS Delaware, hafi haft kjarnaodda um borð. Þó er ljóst að fullyrðing Utanríkisráðuneytisins um að orrustukafbátar af Virginia-gerð beri ekki kjarnavopn stenst ekki skoðun.

Ríkisstjórnin tilkynnti í apríl að stjórnvöld hefðu undirbúið eftirlitskomur kjarnorkuknúinna orrustukafbáta hingað til lands í um ár. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti Bandaríkjamönnum að kafbátar þeirra hefðu heimild til að hafa skipta út áhöfn við strendur Íslands og endurnýja kost sinn.

Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar lögðu bæði Þórdís og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra áherslu á að íslensk landhelgi væri friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. „Hefur þessi afstaða verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Kafbátarnir sem fá heimild til að hafa hér viðdvöl bera ekki kjarnavopn samkvæmt stefnu Bandaríkjanna og eru ekki útbúnir til þess,“ sagði í tilkynningunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí