Kallar eftir aðgerðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks gegn Svandísi

„Ætla Sjálfstæðisflokkurinn og ég tala nú ekki um Framsóknarflokkurinn að halda áfram að horfa aðgerðalausir á þetta lögbrot ráðherrans sem mun jafnvel skapa skattgreiðendum bótaskyldu sem nemur nokkrum milljörðum?“ spyr Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes í tilefni af því að umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um hvernig staðið var að reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið.

Vilhjálmur kærði reglugerðina til umboðsmanns eins og Hvalur. „Munum að matvælaráðherra svipti 150 manns góðum tekjumöguleikum og það sólarhring áður en vertíðin átti að hefjast, tekjumöguleikum sem nema 1,2 milljarði,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook í morgun.

Hann segir að bréf umboðsmanns komi sér ekki á óvart „enda hafa æði margir bent á að þessi græðislega og pólitíska ákvörðun matvælaráðherra standist ekki lög,“ skifar Vilhjálmur. „En nú bendir umboðsmaður Alþingis á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem í eðli sínu er stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnsýslulög mæla fyrir um.“

Vilhjálmur bendir á að umboðsmaður bendir einnig á að fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir sem veiðunum teng­ist kunni að njóta vernd­ar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Ekki eru allir jafn bjartsýnir og Vilhjálmur um viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að nýta auðlindir landsins og tækifærin sem felast í atvinnufrelsinu. Svo gerist það í stjórnarsamstarfinu að matvælaráðherra Vg stöðvar heila atvinnugrein fyrirvaralaust þegar síst skyldi og án þess að tala við kóng eða prest,“ skrifar Brynjar Níelsson, fyrrum aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í skammargrein á Viljanum, málgagni Björns Inga Hrafnssonar. „Í stað þess að stíga fast niður fæti heyrast ámótleg andmæli frá örfáum þingmönnum flokksins. Auðvitað heyrist ekki neitt í forystu Framsóknar nema að þeir séu ósammála matvælaráðherranum. Það eru öll ósköpin.“

Brynjar er í greininni að reyna að tala Sjálfstæðisflokkinn út úr ríkisstjórn með Vg. Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokksmaður og fyrrverandi ráðherra, sagði ákvörðun Svandísar hafi „grafið undan stjórnarforystunni“ eins og Samstöðin greindi frá í gær.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí