Macron bannar sölu á flugeldum á Bastilludaginn

14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakka, svokallaður Bastilludagur. Í kjölfar óeirðana sem áttu sér stað nýverið hafa frönsk stjórnvöld ákveðið að banna sölu á flugeldum í kringum þjóðhátíðardaginn. Flugeldar hafa ávallt leikið stórt hlutverk í þessum þjóðhátíðardegi Frakka, en ástæðan fyrir dagsetningunni, og nafngiftinni, er að 14.júlí 1789 réðst almúginn inní Bastilluna svokölluðu í París. Það markaði upphaf frönsku byltingarinnar.

Ríkisstjórn Macron í Frakklandi hefur tekið til ýmsa aðgerða, í þeim tilgangi að kveða niður mótmælaölduna í kjölfar þess að Nahel M., 17. ára piltur var skotinn til bana af lögreglumanni. Yfir 3.600 manns voru handtekin í mótmælunum, þar á meðal 1.160 ungmenni. Yfirvöld í Frakklandi búast því við miklum átökum á þjóðhátíðardaginn, og er þetta bann liður í því að koma í veg fyrir þau. Mótmælendur hafa mikið notað flugelda í átökum sínum við lögregluna, sem hún hefur svarað með táragasi og vatnsbyssum.

Franska ríkisstjórnin setti bann á mótmæli í kjölfar óeirðana, en þrátt fyrir það flykktust þúsundir út á götur Parísar í gær til að mótmæla lögregluofbeldi. Mótmælin áttu sér ekki einungis stað í París heldur á 30 öðrum stöðum víðsvegar um Frakkland, þar á meðal í Marseille og Strasbourg.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí