Mogginn sakar Svandísi um valdníðslu

„Þar hafa bæði mat­vælaráðherra og Sam­keppnis­eft­ir­lit van­virt mörk og mót­vægi valds­ins, bein­lín­is mis­notað valdið. Þeirri valdníðslu verður að hrinda,“ stendur í leiðara Morgunblaðsins sem tekur undir kvartanir Guðmundar Kristjánssonar í Brim yfir rannsókn Samkeppniseftirlitsins á eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja. Eftirlitið hefur sektað Brim um 3,5 m.kr. á dag fyrir að neita því um upplýsingar og byrja sektirnar að telja eftir tíu daga.

Þetta er annað málið sem Sjálfstæðisflokkurinn og stórútgerðin hefur gagnrýnt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra Vg fyrir. Hitt er stöðvun hvalvertíðar. Eins og fram hefur komið á Samstöðinni er Svandís enn harðar gagnrýnd fyrir að hafa ekki bætt í strandveiðikvótann, en Sjálfstæðisflokkurinn og stórútgerðin tekur ekki undir þá gagnrýni, enda eru strandveiðar óþolandi að mati stórútgerðarinnar sem vill ein hafa aðgengi að fiskveiðiauðlindinni, telur sig eiga hana.

Og stórútgerðin vill ekki að stjórnvöld skoði á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­ og samþjöppun í sjávarútvegi, enda eru stærstu keðjurnar löngu komnar upp fyrir þau mörk sem sett eru í lög til að fyrirbyggja að örfáir aðilar drottni yfir sjávarútveginum.

„Að sögn réðist Sam­keppnis­eft­ir­litið í þá at­hug­un að eig­in frum­kvæði, en þó ekki fyrr en mat­vælaráðherra hafði samið við það um að reiða af hendi 35 millj­ón­ir kr. til þess arna,“ er skrifað í leiðara Moggans. „Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri SKE áréttaði þetta í viðtali við Morg­un­blaðið í gær og þver­tók fyr­ir að SKE væri í verk­töku fyr­ir ráðuneytið, en sagði svo nokkr­um and­ar­tök­um síðar að vissu­lega væru for­dæmi fyr­ir slík­um viðvik­um eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir ráðuneytið! Svör for­stjór­ans og full­yrðing­ar úr mat­vælaráðuneyt­inu um hvaðan frum­kvæðið að at­hug­un­inni kom eru ekki mjög trú­verðugar, allra síst þegar litið er til samn­ings­ins, þar sem seg­ir þegar í 1. grein að mark­mið at­hug­un­ar­inn­ar sé póli­tísk stefnu­mörk­un til upp­fyll­ing­ar stjórn­arsátt­mál­an­um.“

„Allt ber málið þess merki að um­gjörðin sé yf­ir­varp, að þar hafi Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra gert Sam­keppnis­eft­ir­litið út í póli­tíska fiski­ferð,“ segir Mogginn og er helst á því að stjórnvöld ættu ekki að hnýsast um hvernig stórútgerðin fer með sín mál og fiskveiðiauðlindina.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí