Nýjum útlendingalögum í Bretlandi mótmælt

Mikil mótmæli eru nú í Bretlandi vegna nýrra útlendingalaga. Lögin fóru í gegnum efri deild breska þingsins 18.júlí og voru samþykkt af konunginum í gær og eru því nú orðin að lögum. Mótmælin koma frá hinum ýmsu samtökum gegn kynþáttahatri, ásamt samtökum sem berjast fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda. Kommúnistaflokkur Bretlands, CPB, hefur einnig verður mjög harður í gagnrýni sinni á nýju lögin, ásamt samtökunum Stand up to Racism.

Flóttamannastofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig gagnrýnt nýju lögin harðlega. Ásaka þau Bretland um að standa ekki undir alþjóðlegum skuldbindingum og lögum með lagasetningunni.

Lagasetningin var sett fyrir þingið af innanríkisráðherra Bretlands, Suella Braverman, í mars á þessu ári, og eins og áður segir voru samþykkt 18. júlí. Lögin eiga að stemma stigu við því að fólk fari með „ólögmætum hætti“ á bátum yfir Ermasundið og gefa yfirvöldum mun víðtækari heimild til þess að handsama og vísa úr landi öllum þeim dæmdir eru sem „ólögmætir“. Einnig gerir lagasetningin það að verkum að Bretlandi geti sent fólk fólk til þriðja lands, eins og í flóttamannabúðir í Rúanda.

Samtökin Stand up to Racism sendu frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Suella Braverman, innanríkisráðherra, eru fordæmd fyrir að nota flóttafólk sem blóraböggla í þeim tilgangi að beina athyglinni fólks frá slæma efnahagsástandi landsins sem þau bera sjálf ábyrgð á. Einnig benda þau á að lögin binda í rauninni enda á rétt fólks í neyð til hælis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí