Sigurður Ingi vonar að Svandís bakki með bann við hvalveiðum

„Ég hef áður sagt að ég telji að það þurfi að fara bet­ur yfir hval­veiðibannið og vænti þess að slíkt verði gert. Hugs­an­lega verði ákvörðunin end­ur­skoðuð. Þetta er hins veg­ar af­markað mál og ég tel að í öll­um sam­steypu­stjórn­um sé viðvar­andi verk­efni að jafna ágrein­ing af ein­hverj­um toga. Ekki síst verður raun­in sú þegar jafn ólík­ir flokk­ar og nú standa að rík­is­stjórn. Jú, oft er mál­efna­leg­ur ágrein­ing­ur inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar en aldrei þó þannig að al­var­lega hafi slegið í brýnu,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í Mogga dagsins.

Það eru því væntingar meðal Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra dragi til baka ákvörðun sína um frestun hvalveiða. Ef það á að gagnast Hval hf. þyrfti það að gerast fljótt.

„Meðal ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar er sterk­ur vilji til þess að láta sam­starfið ganga upp, enda þótt ágrein­ing­ur hafi verið um ein­staka mál. Í stærstu og mik­il­væg­ustu verk­efn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem eru efna­hags­mál­in og bar­átt­an við verðbólg­una, erum við hins veg­ar sam­stiga,“ sagði Sig­urður Ingi við Mogann.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí