Strandveiðifélag Íslands skoraði á strandveiðimenn og konur til að senda bakreikning á Fiskistofu vegna vanefnda. Strandveiðileyfi á að duga í 48 daga en þar sem veiðarnar hafa verið stöðvaðar vegna skorts á aflaheimildum fer félagið fram á það að strandveiðimenn/konur fái hlutfallslega endurgreiðslu.
Strandveiðifélagið sendi áskorunina á fésbókar síðu sinni:
„Strandveiðifélag Íslands skorar á alla strandveiðimenn og konur til að senda bakreikning á Fiskistofu vegna vanefnda. Strandveiðileyfið hljóðar upp á 48 daga og bryggjugjaldið einnig.
Við strandveiðimenn/konur teljum okkur eiga endurkröfurétt á þennan kostnað þar sem stöðvunin er ekki að okkar frumkvæði. Við mælum með að nota neðangreindan texta sem skýringu í reikningnum! Sendið reikninginn á fiskistofa@fiskistofa.is eða í pósti til þeirra. Stofna svo kröfu í heimabanka á Kt: 660892-2069
Fengið leyfi til strandveiða fyrir 48 daga er 22.000. Þar af var afturkallað í 18 daga hlutfallsleg endurgreiðsla 8.250. Sérstakt gjald vegna strandveiða í 48 daga er 50.000.
Þar af var afturkallað í 18 daga hlutfallsleg endurgreiðsla 18.750. Samtals krafa um endurgreiðslu kr 27.000. Ath: Það er engin vsk á þessum reikningi.“