Strandveiðifélag Íslands skorar á trillukarla að krefjast endurgreiðslu

Strandveiðifélag Íslands skoraði á strandveiðimenn og konur til að senda bakreikning á Fiskistofu vegna vanefnda. Strandveiðileyfi á að duga í 48 daga en þar sem veiðarnar hafa verið stöðvaðar vegna skorts á aflaheimildum fer félagið fram á það að strandveiðimenn/konur fái hlutfallslega endurgreiðslu.

Strandveiðifélagið sendi áskorunina á fésbókar síðu sinni:

„Strandveiðifélag Íslands skorar á alla strandveiðimenn og konur til að senda bakreikning á Fiskistofu vegna vanefnda. Strandveiðileyfið hljóðar upp á 48 daga og bryggjugjaldið einnig.

Við strandveiðimenn/konur teljum okkur eiga endurkröfurétt á þennan kostnað þar sem stöðvunin er ekki að okkar frumkvæði. Við mælum með að nota neðangreindan texta sem skýringu í reikningnum! Sendið reikninginn á fiskistofa@fiskistofa.is eða í pósti til þeirra. Stofna svo kröfu í heimabanka á Kt: 660892-2069

Fengið leyfi til strandveiða fyrir 48 daga er 22.000. Þar af var afturkallað í 18 daga hlutfallsleg endurgreiðsla 8.250. Sérstakt gjald vegna strandveiða í 48 daga er 50.000.

Þar af var afturkallað í 18 daga hlutfallsleg endurgreiðsla 18.750. Samtals krafa um endurgreiðslu kr 27.000. Ath: Það er engin vsk á þessum reikningi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí