„Það er svakalegt að þurfa að borga þetta af ellilaununum“

„Ég er að fara á eftirlaun og það gaf mér tilefni til að skoða ymis fjármál í kringum mig – það er svakalegt að þurfa að borga þetta af ellilaununum – hlutfallslega verður afborgunin þyngri,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson í samtali við Samstöðina, en hann uppgötvaði að þrátt fyrir að hafa borgað af námslánum sínum í 36 ár, þá á hann eftir 24 ár.

Haraldur útskýrði þetta nánar innan Facebook-hópsins Sósíalistaflokkur Íslands. Þar skrifar Haraldur: „Þetta er „fyndið“ Ég er búinn að greiða af námsláni í 36 ár. Þannig að þessari skelfingu ætti að ljúka eftir tæp 4 ár. En NEI ekki aldeilis. Það eru 24 ár eftir!!!! Og ástæðan er sú að ríkið útbjó tvö skuldabréf fyrir mig til að borga af. Svo hefur það á einhvern óskiljalegan hátt hlaupið á milli bréfa og látið mig greiða upp fyrra bréfið og geymt í sarpi sínum 20 ár. Þannig að það mun taka 60 ár eftir þessari áætlun að borga upp lánið. Þá verð ég 92 ára.  Þarf ekki að fara að gefa Nóbelsverðlaun fyrir Íslandslán?“

Haraldur birtir svo myndina sem sjá má hér fyrir neðan til sönnunar. Hann segir óskiljanlegt hvernig ríkið geti ákveðið þetta án alls samráðs við hann. „það vakna ýmsar spurningar í kringum þetta sem ég hef ekki svar við núna eins og til dæmis hvernig getur ríkið ákveðið að láta mig borga upp annað bréfið og geyma hitt og gera það í raun að 60 ára skuldabréfi – allt þetta án nokkurs samráðs við mig,“ segir Haraldur og bætir við:

„Ég ætla svo að hringja í þá aftur á morgun til að spurja hvernig standi á því að hægt sé að geyma annað skuldabréfið svona lengi og lengja lánstíman um helming og láta bréfið safna verðbótum og vöxtum mér til tjóns.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí