Þúsundir hótelstarfsfólks eru í verkfalli í Los Angeles, einmitt á háannatíma en í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.
Kröfur starfsfólksins eru hærri laun, betri starfsskilyrði ásamt aðstoð sem gerir þeim kleift að búa með góðu móti nálægt staðnum sem þau vinna á – en um er að ræða starfsfólk sem vinnur á hótelum í einhverjum ríkustu svæðum Los Angeles.
Verkalýðsfélag starfsfólksins sem um ræðir, UNITE HERE, Local 11 workers krefst tafarlausrar launahækkunnar uppá 5 dollara á tímann, sem gerir 20% heildarlaunahækkun fyrir starfsfólkið, ásamt því að sett verði á 7% aukagjald á reikninga viðskiptavini sem myndi vera sett í sérstakan sjóð sem yrði notaður til að leysa húsnæðismál starfsfólks.
Maria Hernendez, talsmaður verkalýðsfélagsins, segir að hótelin eigi vel efni á þessu, en fyrir utan að þau séu öll að mala gull nú, þá fengu þau marga milljarða í styrk frá ríkinu í Covid faraldrinum.
Eru hótelin í miklum vandræðum, en Intercontinental hótelið í miðborg Los Angeles til dæmis hefur sagt viðskiptavinum að þau geti ekki boðið uppá þrif, ásamt því að veitingastaðnum þar hefur verið lokað.