Þúsundir hótelstarfsfólks í verkfalli í Los Angeles á þjóðhátíðardaginn

Þúsundir hótelstarfsfólks eru í verkfalli í Los Angeles, einmitt á háannatíma en í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.

Kröfur starfsfólksins eru hærri laun, betri starfsskilyrði ásamt aðstoð sem gerir þeim kleift að búa með góðu móti nálægt staðnum sem þau vinna á – en um er að ræða starfsfólk sem vinnur á hótelum í einhverjum ríkustu svæðum Los Angeles.

Verkalýðsfélag starfsfólksins sem um ræðir, UNITE HERE, Local 11 workers krefst tafarlausrar launahækkunnar uppá 5 dollara á tímann, sem gerir 20% heildarlaunahækkun fyrir starfsfólkið, ásamt því að sett verði á 7% aukagjald á reikninga viðskiptavini sem myndi vera sett í sérstakan sjóð sem yrði notaður til að leysa húsnæðismál starfsfólks.

Maria Hernendez, talsmaður verkalýðsfélagsins, segir að hótelin eigi vel efni á þessu, en fyrir utan að þau séu öll að mala gull nú, þá fengu þau marga milljarða í styrk frá ríkinu í Covid faraldrinum.

Eru hótelin í miklum vandræðum, en Intercontinental hótelið í miðborg Los Angeles til dæmis hefur sagt viðskiptavinum að þau geti ekki boðið uppá þrif, ásamt því að veitingastaðnum þar hefur verið lokað.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí