Þúsundir mótmæla valdaráni í Perú

Þúsundir manna undirbúa sig nú fyrir gríðarlega stór mótmæli í Lima, höfuðborg Perú. Þar er um að ræða breitt samstarf vinstri flokka, bænda, frumbyggja, o.fl. sem eru að mótmæla valdaráni Dina Boularte, núverandi forseta.

Þetta er einungis nýjasta mótmælahrinan af mörgum, en eftir valdaránið gegn síðasta forseta, Pedro Castillo, 7. desember 2022, hefur allt logað í mótmælum í landinu. Mótmælendur kalla þessi nýju mótmæli „þriðju yfirtökuna á Lima“.

Mótmælendur kalla eftir tafarlausri afsögn Boularte, að nefnd verði skipuð til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins, að Castillo verði leystur úr haldi, ásamt réttlæti fyrir þau hundruðir manna sem orðið hafa fyrir pólitískum ofsóknum af ýmsu tagi.

Ríkisstjórn Dina Boularte hefur hingað til brugðist við mótmælunum með lögregluofbeldi, ásamt því að hunsa alfarið kröfur mótmælenda. Einnig hefur hann notað fjölmiðla landsins til að fordæma mótmælendur og fangelsað leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí