Þúsundir manna undirbúa sig nú fyrir gríðarlega stór mótmæli í Lima, höfuðborg Perú. Þar er um að ræða breitt samstarf vinstri flokka, bænda, frumbyggja, o.fl. sem eru að mótmæla valdaráni Dina Boularte, núverandi forseta.
Þetta er einungis nýjasta mótmælahrinan af mörgum, en eftir valdaránið gegn síðasta forseta, Pedro Castillo, 7. desember 2022, hefur allt logað í mótmælum í landinu. Mótmælendur kalla þessi nýju mótmæli „þriðju yfirtökuna á Lima“.
Mótmælendur kalla eftir tafarlausri afsögn Boularte, að nefnd verði skipuð til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins, að Castillo verði leystur úr haldi, ásamt réttlæti fyrir þau hundruðir manna sem orðið hafa fyrir pólitískum ofsóknum af ýmsu tagi.
Ríkisstjórn Dina Boularte hefur hingað til brugðist við mótmælunum með lögregluofbeldi, ásamt því að hunsa alfarið kröfur mótmælenda. Einnig hefur hann notað fjölmiðla landsins til að fordæma mótmælendur og fangelsað leiðtoga stjórnarandstöðunnar.