Vegna sumarfría eru forstjórinn og sviðstjóri verndarsviðs ekki til viðtals þessa vikuna

Þann 7. júlí stendur á vef Útlendingastofnunar: „Vegna mikils fjölda erinda sem berast stofnuninni um þessar mundir og sumarfría starfsfólks, má gera ráð fyrir að afgreiðslutími erinda verði lengri en venjulega næstu vikurnar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.”

Í millitíðinni er fólk að bíða eftir því að málið þeirra sé tekið upp svo óþægindin svokölluðu fjalla oftast um líf og limi fólks.

Stoðdeild er nefnilega ekki sumarfríi og sendir fólk óhikað úr landi þrátt fyrir að umsókn liggi fyrir um efnislega umfjöllun máls. Jafnvel börn sem eru fædd hér á landi og fólk sem dvalið hefur á landinu í meira en ár.

Hægri höndin talar ekki við þá vinstri með þeim afleiðingum að ríkið þarf oft að taka á sig aukinn kostnað við að flytja fólk til baka frá Grikklandi eða Ítalíu eftir á í stað þess að bíða með brottflutning þar til úrskurður liggur fyrir.

Samstöðin reyndi að ná viðtali við yfirmenn útlendingastofnunar vegna mála af þessum toga og sendi inn fyrirspurn. Svarið var svo hljóðandi:

„Vegna sumarfría eru forstjórinn og sviðstjóri verndarsviðs ekki til viðtals þessa vikuna.

Ég hef ekki upplýsingar um að því beri ítrekað við að fólk sem fær að vita að mál þeirra verði tekin til efnislegrar skoðunar fái tilkynningu frá lögreglu um brottflutning í lögreglufylgd áður en að þeirri dagsetningu kemur.

Í sumum málum hafa stjórnvöld ákveðinn tímafrest til að fylgja útlendingum sem synjað hefur verið um vernd úr landi. Þessi mál eru alla jafna komin á borð stoðdeildar ríkislögreglustjóra og undirbúningur fylgdarinnar því hafinn þegar fresturinn rennur út.

Í hluta þessara mála er ljóst frá upphafi fyrir hvaða tíma fylgd úr landi verður að hafa átt sér stað og fylgja þær upplýsingar þá beiðni Útlendingastofnunar til stoðdeildar RLS um flutning.

Í öðrum málum er það kærunefnd útlendingamála sem tekur ákvörðun um hvort mál, sem komið er til framkvæmdar hjá stoðdeild, skuli tekið til efnislegrar meðferðar og er það að jafnaði á ábyrgð þess einstaklings sem í hlut á að leggja fram beiðni um endurupptöku hjá nefndinni. Útlendingastofnun afturkallar beiðni um fylgd einstaklings úr landi á grundvelli úrskurðar um endurupptöku þegar slíkur úrskurður hefur borist stofnuninni frá kærunefnd útlendingmála.„

Þetta segir okkur að ef úrskurðurinn liggur ekki fyrir þar sem afgreiðslan er hæg vegna sumarfría er fólk sent til upprunalands, Grikklands eða Ítalíu.

Í svari upplýsingafulltrúa útlendingastofnunar Þórhildar Óskar Hagalín er þessi setning einkum athyglisverð „…og er það að jafnaði á ábyrgð þess einstaklings sem í hlut á að leggja fram beiðni um endurupptöku hjá nefndinni.” sérstaklega í lósi þess að vegna sumarfrí er lögmönnum ekki svarað og blaðamenn hafa ekki aðganga að yfirmönnum stofnunarinnar.

Þá kemur kærunefnd útlendingamála ekki saman fyrr en einhvern daginn í ágústmánuði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí