Sósíalistar vilja leiðrétta skammarlega lága fjárhagsaðstoð þeirra sem minnst mega sín

Velferð 24. júl 2023

Á síðasta fundi borgarráðs lagði fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands fram tillögu um að grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar hækki sjálfvirkt í takt við vísitöluhækkanir.

Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Markmiðið með aðstoðinni er að stuðla að því að fólk geti komist af og framfleytt sér. Þó er staðan sú að langur tími líður á milli þar til aðstoðin er hækkuð. Þessu vilja sósíalistar breyta.

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fulltrúi sósíalista, lagði fram þessa tillögu á fundi borgarráðs, þann 13. júlí sl:

„Borgarráð samþykkir að komið verði á laggirnar sjálfvirkum leiðréttingum á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar. Annars vegar er sú breyting lögð fram að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar sé leiðrétt mánaðarlega í takt við neysluvísitölu, þar sem útgjöld íbúa hækka mánaðarlega, m.a. húsaleiga. Hins vegar er lagt til að upphæðin sé leiðrétt árlega í takt við launavísitölu, ef hún hefur hækkað umfram neysluvísitölu, svo fjárhagsaðstoðin dragist ekki aftur úr launaþróun.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí