Á 19. degi mannúðarkrísu er enn „samtal í gangi“

Í gær, þriðjudag, innti blaðamaður Vísis Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra eftir stöðu þess flóttafólks sem dvelur heimilislaust á landinu og án atvinnuleyfis eða annarra leiða til að sjá sér farborða. „Það er sam­tal í gangi og við vonumst auð­vitað bara til þess að við sjáum til lands sem allra fyrst,“ svaraði ráðherra.

Er einhver tímasetning í augsýn? spurði blaðamaður. Guðmundur Ingi svaraði: „Við erum bara að flýta okkur eins mikið og mögu­lega er hægt, enda er málið af­skap­lega brýnt í mínum huga.“

Frétt um þetta deildi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, á Facebook seint á þriðjudag, með stuttum ummælum:

„Nú eru liðnir 18 dagar síðan það var ljóst að fólk var svipt lágmarksöryggi í kjölfar nýrra útlendingalaga og frjáls félagasamtök og einstaklingar komu í veg fyrir að stór hópur lenti sveltandi á götunni.“

Stígamót eru á meðal þeirra 28 félagasamtaka sem létu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins fyrr í mánuðinum. Þar sagði, þar sem þau sögðust harma að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ítrek­aðra varn­að­ar­orða varð­andi afleið­ingar nýrra laga­ákvæða“ og skoruðu á yfirvöld „að tryggja öryggi þessa hóps, mann­rétt­indi og grunn­að­stoð með virku samráði við hjálpar- og mann­rétt­inda­samtök.“

Helga Vala Helgadóttir þingmaður skrifar kaldhæðna athugasemd við færslu Drífu: „Ekki þessi leiðindi alltaf hreint – erum við ekki öll sammála um að fagna samtalinu?“

Ef 18 dagar voru á þriðjudag liðnir frá því að fyrst spurðist til málsins eru þeir orðnir 19 í dag, miðvikudag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí