Af hverju eru ekki posar í strætó?

„Af hverju eru ekki posar í strætó þar sem hægt væri að borga?“ spyr Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, á Facebook, nú að morgni föstudags. „Af einhverjum ástæðum,“ segir hann, „- og vafalaust mín sök – á ég í vandræðum með að láta Klapp-appið virka í símanum mínim og því get ég ekki tekið strætó héðan úr höfðahverfi og niður í bæ. Rithöfundar í upplestri eru með posa. Fólk að selja kleinur á útimarkaði er með posa. Fólk að selja SÁÁ álfinn er með posa. Af hverju er það Strætó ofviða að vera með posa? Af hverju er það að kaupa strætómiða ámóta flókið og að fylla út styrkumsókn til Evrópusambandsins?“

Þessa spurningu hafa víst margir borið fram – og skyldar spurningar, alla þá áratugi sem strætó hefur ekið farþegum fyrir reiðufé án þess að gefa til baka, eins og víða tíðkast þegar greitt er með seðlum. Fjöldi fólks lækar færslu Guðmundar Andra og taka undir: „Auðvitað ætti að gera greiðslumöguleikana fleiri til að auðvelda aðgang að strætó,“ skrifar Marta Sævarsdóttir. „Finnst stjórn Strætó ekki alltaf í tengslum við raunveruleikann.“ „Klapp appið er glatað,“ segir Ingibjörg Ágústsdóttir. „Vel mælt!“ segir Þorkell Jónsson.

Úrsúla Jünemann bendir á að erlendir gestir eigi sérstaklega í vandræðum með greiðslukerfi Strætó: „Alveg sammála. Sérstaklega erlendir gestir eru stöðugt í vandræðum með að borga í strætó. Eiga ekki passlegt reiðufé, eru ekki með þetta í símanum og geta ekki borgað með korti. Alveg fáranlega flókið og ekki til þess að bæta í fjölda þeirra sem nota strætó.“

Aðrir koma þó Strætó til varnar – Stefán Pálsson mætir til leiks með mynd af 10 fargjalda spjaldi og segir: „Lítil fyrirhöfn að hafa einn svona í veskinu.“ Þá spyr Oddný Björgólfsdóttir: „Er þetta spjald ? Hvar færðu það?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí