Bretland: Flutningum hælisleitenda á pramma frestað vegna eldhættu

Á skaganum Portland, sem teygir sig frá Englandi út á Ermarsund, búa um 13 þúsund manns. Þar var fyrr í sumar komið fyrir pramma sem margir telja táknrænustu birtingarmynd ómannúðlegrar útlendingastefnu breskra yfirvalda: á prammanum Bibby Stockholm hyggjast yfirvöld hýsa allt að 500 umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan ráðið er fram úr í hvaða farveg umsóknir þeirra skuli rata.

Á morgun, miðvikudaginn 2. ágúst, var fyrirhugað að fyrstu fimmtíu umsækjendurnir yrðu fluttir á prammann. Úr því verður þó ekki að sinni, að því er virðist vegna ófullnægjandi eldvarna. Í frétt The Guardian um málið segir að aldvarnareftirlit sýslunnar hafi gert yfirvöldum viðvart um að úrbóta væri þörf. Meðal almennings er rætt um hættuna á að pramminn yrði „fljótandi Grenfell“ með skírskotun til fjölbýlishússins í London sem brann árið 2017, í eldsvoða sem varð 72 manns að bana.

Stjórnvöld taka fram að pramminn sé ekki fangelsi og þeir sem þar dvelja verði ekki í varðhaldi, heldur séu frjálsir ferða sinna í land. Þess sé þó óskað að þeir skrái hverja ferð sína frá prammanum og í hann aftur, til að gæta megi öryggis þeirra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí