Davíð Þór sækist ekki eftir að verða biskup en segist í framboði sem allir trúaðir

Davíð Þór Jónsson, sem nú þjónar í Háteigskirkju, sagðist aðspurður við Rauða borðið ekki telja sig hafa stuðning innan kirkjunnar til að fá nægar tilnefningar til framboðs til biskups. Og tók fram að hann sæktist ekki eftir starfinu. En hann hafði skoðanir á hvernig næsti biskup ætti að vera. Það þyrfti að vera einhver sem gæti átt í samtali við þjóðina um þau mál sem mestu skiptir.

Eins og til dæmis málefni flóttafólks, sem var tilefni þess að Davíð Þór koma að Rauða borðinu. Hann flutti predikun í Háteigskirkju um þau mál á sunnudaginn í tilefni þess að stjórnvöld hentu hælisleitendum út á götuna. Samstöðin sagði af þessari predikun í frétt í morgun, sem fengið hefur mikið umtal á samfélagsmiðlum. Lesa má þá frétt hér: Erum við kristin þjóð? spyr prestur í tilefni af meðferð á hælisleitendum.

Davíð Þór ræddi í viðtalinu um afstöðu Jesús til að útlendinga og flóttafólks, sem Davíð Þór sagði í algjörri andstöðu við afstöðu íslenskra stjórnvalda í dag. Og hann sagði það skyldu kirkjunnar að stíga fram þegar stjórnvöld færu gegn boðskap Krists, að þá væri þögn kirkjunnar sama og samþykki. Sjá má og heyra rök Davíðs Þórs fyrir annarri stefnu í flóttamannamálum í spilaranum hér að neðan.

Í lok samtalsins komu biskupskosningar upp. Agnes M. Sigurðardóttir er að hætta og nýr biskup verður kosinn á nýju ári. Sem fyrr segir vill Davíð Þór fá biskup sem tekur upp virkt samtal við þjóðina um mikilvæg mál. Og hann lagði til róttækt fyrirkomulag um biskupskjör. Að á kjörskrá yrðu allir þeir sem greiddu sóknargjöld sín til Þjóðkirkjunnar, sem í dag eru um 185 þúsund manns. Síðan yrðu allir innan kirkjunnar sem náð hefði tilteknum aldri á framboðslista, ekki aðeins vígðir prestar og guðfræðingar, heldur allir trúaðir menn. Davíð vísar þar til almenns prestskapar innan hefðar mótmælenda.

Davíð Þór leggur þetta til vegna þess að hann telur að kirkjan þurfi að endurnýja sig. Segir að liður í því gæti verið að fólk færi til sinnar kirkju að kjósa sér biskup.

Rauða borðið er sent út á Facebook og youtube kl. 20 öll kvöld frá mánudegi til fimmtudags og á fm 89,1 á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þættirnir eru líka endurteknir óreglulega. Þættirnir eru líka aðgengilegir á hlaðvarpsveitum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí