Dómsmálaráðherra vill færa flóttafólk í fangabúðir

Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp til að setja á laggirnar það sem hún nefnir nú lokabúsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Þær hafa einnig verið nefndar lokaðar búðir, móttökubúðir, brottfararbúðir og endursendingarbúðir en um er að ræða aðstöðu til að hafa umsækjendur um vernd í varðhaldi þegar umsóknum þeirra hefur verið synjað, fram að brottvísun. Á ensku nefnist fyrirbærið Detention Centre, eða varðhaldsmiðstöð, í beinni þýðingu. „Fangabúðir“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.

Þessi áform komu fyrst fram berum orðum í viðtali dómsmálaráðherra við mbl.is eftir hádegi í dag, þriðjudag. „Ég hef í hyggju að leggja fram að hér verði tekið upp loka­bú­setu­úr­ræði (e. detenti­on center) eins og ná­granna­lönd okk­ar eru með. Það er þá hús­næði fyr­ir fólk sem hef­ur ekki hlotið dvöl í land­inu. Þetta er hús­næði á meðan fólk bíður. Þetta hús­næði er tak­mörk­un­um háð,“ hefur miðillinn eftir ráðherranum.

Þess vegna var ríkisstjórnin tilbúin að henda fólki á götuna

„Ég held að hér sé að teikn­ast upp ákveðin mynd sem út­skýr­ir hvers vegna rík­is­stjórn­in er til­bú­in að henda fólki á göt­una,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í viðtali við sama miðil. „Sam­fé­lagið hef­ur ekki verið til­búið að setja upp fanga­búðir fyr­ir flótta­menn hingað til og nú á að kynna það sem ein­hvers kon­ar væg­ari lausn en þá hörm­ung­ar­lausn sem þau völdu með þessu út­lend­inga­frum­varpi.“

Sú túlkun er í samræmi við frétt sem Samstöðin birti fyrir hádegi á þriðjudag, um hvernig meðlimir ríkisstjórnarinnar virtust ýja að lokuðum búðum undir flóttafólk sem „lausn“ á þeim vanda sem stjórnin skapaði með nýlegri breytingu á útlendingalögum. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar höfðu þá öll tjáð sig á þann veg, án þess þó að leggja á það áherslu. Það liðu ekki klukkustundir frá umfjöllun Samstöðvarinnar þar til dómsmálaráðherra tilkynnti að hugur stjórnvalda stefnir nú að slíkri stofnun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí