Eftir morðið á Mariu Pacifico rísa svartir íbúar Brasilíu upp gegn kynþáttaofbeldi

Réttindahreyfingar svartra í Brasilíu skipulögðu mótmælasamkomur um landið allt síðastliðinn fimmtudag, til að krefjast þess að kynþáttabundnu ofbeldi í landinu ljúki, eftir langa röð hrottafenginna atvika. Deginum var gefið heitið „Þjóðardagur baráttunnar fyrir lífum svartra“. Africa News greindi frá mótmælunum.

Meðal kröfugerða mótmælenda var að réttlæti verði náð fram eftir morðið á Mariu Bernadete Pacifico fyrr í þessum mánuði. Að kvöldi fimmtudagsins 17. ágúst sl. var Maria Bernadete Pacifico myrt, leiðtogi félagshreyfinga í byggðinni Pitanga dos Palmares. Pacifico, sem einnig var þekkt sem Mãe Bernadete, eða mamma Bernadete, var 72 ára gömul. Tveir karlmenn með hjálma á höfði fóru inn á heimili hennar og skutu hana yfir tug skota í andlitið, að sögn The Guardian.

Síðustu sex árum ævinnar hafði Pacifico varið í að krefjast svara vegna morðsins á syni hennar, Fábio Gabriel Pacífico, sem var skotinn til bana árið 2017. Byggðin Pitanga dos Palmares er ein svonefndra quilombo-byggða í landinu, sem eiga rætur að rekja til fólks sem flúði úr þrældómi.

Árið 2022 skráðu yfirvöld yfir 47.000 ofbeldisfull dauðsföllum í Brasilíu. Í þremur tilfellum af hverjum fjórum voru þolendur svart fólk. Á sama tíma leið beindust yfir 83% allra lögregluafskipta í landinu að svörtum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí